Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélag Akraness
Kt. 680269-6889
Til skrifstofunnar geta félagsmenn leitað eftir
upplýsingum og annarri aðstoð.
-
Þjóðbraut 1,
300 Akranes
-
Sími:
4309900
-
Netfang:
skrifstofa@vlfa.is
Afgreiðslutími
Mánudag-fimmtudag kl. 08:00-16:00 og föstudaga kl. 8:00-15:15. Utan afgreiðslutíma félagsins er hægt að ná í formann félagsins, Vilhjálm Birgisson, í síma 865-1294.
Nýjar fréttir
Grafalvarleg staða í starfsumhverfi á Vesturlandi – áhrif á vinnumarkaðinn og útflutning
Á Vesturlandi er nú að myndast afar alvarleg staða vegna…
Alvarlegt áfall á Grundartanga – framleiðsla dregst saman um 66%
Staðan á Grundartanga er nú mjög alvarleg eftir að búið…


Eins fram hefur komið hér á heimasíðunni þá óskaði Verkalýðsfélag Akraness eftir fundi með bæjarráði vegna þeirra sértæku aðgerða í launamálum sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa verið að grípa til á undanförnum dögum og vikum. Formaður hefur verið boðaður til fundar með bæjarráði á föstudaginn nk. kl. 16:30 vegna þessara mála.

Mikill verðmunur reyndist vera á hæsta og lægsta verði á lausasölulyfjum, þ.e. lyfjum sem seld eru án lyfseðils, í verðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði mánudaginn 26. nóvember sl. Kannað var verð á 24 algengum tegundum lausasölulyfja á höfuðborgarsvæðinu og á Akranesi. Lyfjaver við Suðurlandsbraut var langoftast með lægsta verðið í könnuninni eða á 15 lyfjum af þeim 24 sem skoðuð voru.
Desemberuppbót - færð þú það sem þér ber? Verkalýðsfélag Akraness hvetur sína félagsmenn til að fylgjast vel með hvort desemberuppbót sé rétt greidd. Endilega hafið samband við skrifstofu félagsins og fáið upplýsingar séu þið ekki viss hver réttur ykkar er.