• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
30
Jan

Félagsmannasjóður VLFA greiðir rúmar 61 milljón króna

Í kjarasamningi Verkalýðsfélags Akraness við Samband íslenskra sveitarfélaga var samið um svokallaðan félagsmannasjóð. Sjóðurinn byggist á því að samningsaðilar – Akraneskaupstaður, Hvalfjarðarsveit og hjúkrunar- og dvalarheimilið Höfði – greiða 2,2% af heildarlaunum starfsmanna inn í sjóðinn.

Í samningnum er kveðið á um að greiðslur úr sjóðnum fari fram einu sinni á ári og nú er komið að næstu útborgun.

Að þessu sinni verður greitt úr sjóðnum rúmar 61 milljón króna til þeirra félagsmanna sem starfa hjá framangreindum aðilum og falla undir samninginn.

Frá því að félagsmannasjóðirnir voru teknir upp hefur Verkalýðsfélag Akraness greitt um 180 milljónir króna úr sjóðunum til félagsmanna sinna. Um er að ræða mikilvægan ávinning sem byggir á skýrum kjarasamningsákvæðum og skilar sér beint til launafólks.

Bréf verður sent til þeirra félagsmanna sem eiga rétt á greiðslu þar sem fram kemur sú upphæð sem hver og einn fær greidda inn á sinn reikning.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image