SUMARLEIGA ORLOFSHÚSA 2025
Tekið er á móti umsóknum vegna sumarleigu orlofshúsa frá 4.- 14. apríl 2025
Í sumar verða 11 orlofshús til leigu auk þriggja íbúða á Akureyri.
Bendum félagsmönnum á að hægt er að sækja um á Félagavef - hér - og með því að fylla út umsókn á skrifstofu eða senda það útfyllt á netfangið vlfa@vlfa.is -
Bæklingur vegna sumarleigu 2025
Umsóknareyðublað vegna sumarleigu 2025
Leigjandi ber ábyrgð á húsinu á leigutímanum og að frágangur eignar sé fullnægjandi. Afhentar eru tuskur og moppur við útleigu.
Moppum og tuskum má skila óhreinu á skrifstofu við lok leigutíma.
Opnað verður fyrir umsóknir um sumarleigu þann 4. apríl 2025
Á sumrin er boðið upp á dvöl í orlofshúsum félagsins í Húsafelli (5), Svínadal (2), Hraunborgum (1), Ölfusborgum (1), Glymur Hvalfirði (1), Kjós (1) og íbúðir á Akureyri (3).
Orlofseignir eru leigðar frá miðvikudegi til miðvikudags á tímabilinu lok maí - lok ágúst/byrjun september.
Hægt er að sækja um á félagavefnum eða skila inn útfylltu umsóknareyðublaði á skrifstofu, Þjóðbraut 1.
Nánari upplýsingar um orlofshúsin má sjá í bæklingnum.
Verð fyrir vikuleigu sumarið 2025
- Efstiás í Svínadal - 24.000 kr.
- Bláskógar í Svínadal - 24.000 kr.
- Ásendi 10 í Húsafelli - 24.000 kr.
- Hraunbrekkur 2 í Húsafelli - 24.000 kr.
- Ásendi 9 í Húsafelli - 27.000 kr.
- Birkihlíð 6 í Húsafelli - 27.000 kr.
- Birkihlíð 11 í Húsafelli - 27.000 kr.
- Ölfusborgir - 24.000 kr.
- Hraunborgir - 24.000 kr.
- Berjabraut í Kjós - 27.000 kr.
- Hornsteinn við Glym í Hvalfirði - 27.000 kr.
- Íbúð á Akureyri - 24.000 kr.
Helstu dagsetningar vegna sumarleigu 2025
- 14. apríl: Síðasti dagur til að skila inn umsóknum um orlofshús
- 15. apríl: Fyrri úthlutun fer fram, allir umsækjendur fá svar í tölvupósti (einnig er hægt að sjá strax hvort bókun hafi myndast inni á Félagavefnum)
- 1. maí: Eindagi fyrri úthlutunar. Þær vikur sem ekki eru greiddar á eindaga er úthlutað aftur
- 2. maí: Endurúthlutun fer fram, þeir sem fá úthlutað fá það staðfest í tölvupósti (einnig hægt að sjá strax hvort bókun hafi myndast inni á félagavefnum).
- 2. maí: kl. 12:00 - Fyrstir koma, fyrstir fá! Hægt að bóka lausar vikur á Félagavefnum og á skrifstofu (athugið að eftir eindaga endurúthlutunar getur lausum vikum fjölgað)
- 8. maí: Eindagi endurúthlutunar, ógreiddar vikur verða lausar til bókunar á Félagavefnum.
Úthlutun fer þannig fram að allar umsóknir eru skráðar inn í tölvukerfi félagsins. Kerfið raðar öllum umsóknum í röð eftir punktastöðu, þ.e. þeir umsækjendur sem flesta hafa punktana eru fremstir í röðinni og svo koll af kolli. Ef punktar tveggja eru jafnir fær sá eldri úthlutað. Kerfið vinnur sig síðan í gegnum umsóknirnar og úthlutar vikum eftir punktastöðu.
Þeir sem ekki fá úthlutað í fyrri úthlutun lenda sjálfkrafa í endurúthlutun þar sem þeim vikum er úthlutað sem ekki voru greiddar á eindaga fyrri úthlutunar. Fyrir endurúthlutun er heimilt að breyta umsóknum og leggja inn nýjar. Eftir eindaga endurúthlutunar verða lausar vikur auglýstar hér á heimasíðunni og hægt verður að bóka þær á Félagavefnum og á skrifstofu félagsins. Gildir þá hin ágæta regla: Fyrstur kemur, fyrstur fær.
Kynntu þér orlofshúsin
Orlofshús og íbúðir á Akureyri
Verkalýðsfélag Akraness á 11 orlofshús og þrjár íbúðir á Akureyri.
Hægt er að skoða lausar helgar yfir vetrartímann og bóka beint á félagavefnum.
Leigjandi fær afhentar moppur og tuskur við útleigu og ber ábyrgð á að skila húsinu hreinu að dvöl lokinni. Moppum og tuskum má skila óhreinu á skrifstofu við lok leigutíma.
Sérstök úthlutun fer fram vegna sumartímabils sem og páskavikunnar.
Ein íbúð félagsins á Akureyri er allajafna í lantímaleigu yfir vetrartímann til félagsmanna sem stunda nám fyrir norðan - nánari upplýsingar fást á skrifstofu félagsins.
Opnað verður fyrir umsóknir um sumarleigu þann 4. apríl 2025
Á sumrin er boðið upp á dvöl í orlofshúsum félagsins í Húsafelli (5), Svínadal (2), Hraunborgum (1), Ölfusborgum (1), Glymur Hvalfirði (1), Kjós (1) og íbúðir á Akureyri (3).
Orlofseignir eru leigðar frá miðvikudegi til miðvikudags á tímabilinu lok maí - lok ágúst/byrjun september.
Hægt er að sækja um á félagavefnum eða skila inn útfylltu umsóknareyðublaði á skrifstofu, Þjóðbraut 1.
Nánari upplýsingar um orlofshúsin má sjá í bæklingnum.
Verð fyrir vikuleigu sumarið 2025
- Efstiás í Svínadal - 24.000 kr.
- Bláskógar í Svínadal - 24.000 kr.
- Ásendi 10 í Húsafelli - 24.000 kr.
- Hraunbrekkur 2 í Húsafelli - 24.000 kr.
- Ásendi 9 í Húsafelli - 27.000 kr.
- Birkihlíð 6 í Húsafelli - 27.000 kr.
- Birkihlíð 11 í Húsafelli - 27.000 kr.
- Ölfusborgir - 24.000 kr.
- Hraunborgir - 24.000 kr.
- Berjabraut í Kjós - 27.000 kr.
- Hornsteinn við Glym í Hvalfirði - 27.000 kr.
- Íbúð á Akureyri - 24.000 kr.
Helstu dagsetningar vegna sumarleigu 2025
- 14. apríl: Síðasti dagur til að skila inn umsóknum um orlofshús
- 15. apríl: Fyrri úthlutun fer fram, allir umsækjendur fá svar í tölvupósti (einnig er hægt að sjá strax hvort bókun hafi myndast inni á Félagavefnum)
- 1. maí: Eindagi fyrri úthlutunar. Þær vikur sem ekki eru greiddar á eindaga er úthlutað aftur
- 2. maí: Endurúthlutun fer fram, þeir sem fá úthlutað fá það staðfest í tölvupósti (einnig hægt að sjá strax hvort bókun hafi myndast inni á félagavefnum).
- 2. maí: kl. 12:00 - Fyrstir koma, fyrstir fá! Hægt að bóka lausar vikur á Félagavefnum og á skrifstofu (athugið að eftir eindaga endurúthlutunar getur lausum vikum fjölgað)
- 8. maí: Eindagi endurúthlutunar, ógreiddar vikur verða lausar til bókunar á Félagavefnum.
Úthlutun fer þannig fram að allar umsóknir eru skráðar inn í tölvukerfi félagsins. Kerfið raðar öllum umsóknum í röð eftir punktastöðu, þ.e. þeir umsækjendur sem flesta hafa punktana eru fremstir í röðinni og svo koll af kolli. Ef punktar tveggja eru jafnir fær sá eldri úthlutað. Kerfið vinnur sig síðan í gegnum umsóknirnar og úthlutar vikum eftir punktastöðu.
Þeir sem ekki fá úthlutað í fyrri úthlutun lenda sjálfkrafa í endurúthlutun þar sem þeim vikum er úthlutað sem ekki voru greiddar á eindaga fyrri úthlutunar. Fyrir endurúthlutun er heimilt að breyta umsóknum og leggja inn nýjar. Eftir eindaga endurúthlutunar verða lausar vikur auglýstar hér á heimasíðunni og hægt verður að bóka þær á Félagavefnum og á skrifstofu félagsins. Gildir þá hin ágæta regla: Fyrstur kemur, fyrstur fær.
Reikningsupplýsingar orlofssjóðs
Reikningsnúmer:
0186-05-570355
Kt. 680269-6889
Þegar greitt er með millifærslu vinsamlega sendið staðfestingu á netfangið vlfa@vlfa.is
Annað

Gjafabréf
Gjafabréf gildir sem inneign á öllum hótelum og veitingastöðum Íslandshótela.

Gjafabréf flug
Verkalýðsfélag Akraness býður félagsmönnum upp á að kaupa gjafabréf hjá Play og Icelandair.

Veiði- og útilegukort
Orlofssjóður VLFA niðurgreiðir Veiðikortið og Útilegukortið til félagsmanna. Kortin eru á um 50% af almennu söluverði.

Úthlutunarreglur
Á sumrin eru orlofshús félagsins leigð félagsmönnum til vikudvalar í senn, en á öðrum tímum eftir samkomulagi.

Reglugerð Orlofssjóðs
Tilgangur sjóðsins er að eiga og reka að hluta eða öllu leyti og eftir nánari samþykktum félagsins orlofshús þess.