Orlofshús og íbúðir á Akureyri
Verkalýðsfélag Akraness á 11 orlofshús og þrjár íbúðir á Akureyri.
Hægt er að skoða lausar helgar yfir vetrartímann og bóka beint á félagavefnum.
Leigjandi fær afhentar moppur og tuskur við útleigu og ber ábyrgð á að skila húsinu hreinu að dvöl lokinni. Moppum og tuskum má skila óhreinu á skrifstofu við lok leigutíma.
Sérstök úthlutun fer fram vegna sumartímabils sem og páskavikunnar.
Ein íbúð félagsins á Akureyri er allajafna í lantímaleigu yfir vetrartímann til félagsmanna sem stunda nám fyrir norðan - nánari upplýsingar fást á skrifstofu félagsins.
Þau orlofshús sem eru leigð út í vetur eru í Húsafelli, Kjós, Hvalfirði, Hraunborgum, Ölfusborgum, Svínadal og á Akureyri.
Verð helgarleigu yfir vetrartímann er eftirfarandi;
- Efstiás í Svínadal - 16.000 kr. (stök nótt 5.500 kr.).
- Bláskógar í Svínadal - 16.000 kr. (stök nótt 5.500 kr.).
- Ásendi 9 í Húsafelli - 19.000 kr. (stök nótt 6.500 kr.).
- Ásendi 10 í Húsafelli - 16.000 kr. (stök nótt 5.500 kr.).
- Birkihlíð 6 í Húsafelli - 19.000 kr. (stök nótt 6.500 kr.).
- Birkihlíð 11 í Húsafelli - 19.000 kr. (stök nótt 6.500 kr.)
- Hraunbrekkur 2 í Húsafelli - 16.000 kr. (stök nótt 5.500 kr).
- Ölfusborgir - 16.000 kr. (stök nótt 5.500 kr.).
- Hraunborgir - 16.000 kr. (stök nótt 5.500 kr.).
- Kjós - 19.000 kr. (stök nótt 6.500 kr.)
- Hornsteinn við Glym í Hvalfirði - 19.000 kr. (stök nótt 6.500 kr.).
- Íbúð á Akureyri - 16.000 kr. (stök nótt 5.500 kr).
Verð vikuleigu yfir vetrartímann er eftirfarandi:
- Stærri húsin (Ásendi 9, Birkihlíð 6 & 11, Hornsteinn við Glym, Kjós) 27.000 kr.
- Önnur hús 24.000 kr.
Tekið er við bókunum í öll orlofshúsin á félagavef og á skrifstofu félagsins. Gert er ráð fyrir að leigutakar gangi frá leigusamningi og greiði leigugjaldið sem fyrst eftir bókun. Ef bókað er á félagavefnum þarf að greiða innan 12 klst. annars fellur bókunin niður.
Upplýsingar um lyklaafhendingu eru á leigusamningi sem fæst þegar greiðslu er lokið.
Ein til tvær af íbúðum félagsins á Akureyri eru í fastri útleigu yfir vetrartímann, oft til félagsmanna sem stunda nám á Akureyri. Áhugasamir hafið samband við skrifstofu félagsins.
Reikningsupplýsingar orlofssjóðs
Reikningsnúmer:
0186-05-570355
Kt. 680269-6889
Annað
Gjafabréf
Gjafabréf gildir fyrir gistingu í tveggja manna herbergi með morgunverði í eina nótt á þriggja stjörnu Íslandshóteli.
Gjafabréf flug
Verkalýðsfélag Akraness býður félagsmönnum upp á að kaupa gjafabréf hjá Play og Icelandair.
Veiði- og útilegukort
Orlofssjóður VLFA niðurgreiðir Veiðikortið og Útilegukortið til félagsmanna. Kortin eru á um 50% af almennu söluverði.
Úthlutunarreglur
Á sumrin eru orlofshús félagsins leigð félagsmönnum til vikudvalar í senn, en á öðrum tímum eftir samkomulagi.
Reglugerð Orlofssjóðs
Tilgangur sjóðsins er að eiga og reka að hluta eða öllu leyti og eftir nánari samþykktum félagsins orlofshús þess.