• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
 • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15

Hvað er í boði fyrir fullgilda félagsmenn:

Félagssjóður:
- Aðstoð við túlkun á kjarasamningum
- Ókeypis lögfræðiráðgjöf hjá lögmanni félagsins
- Aðstoð við að varðveita áunnin réttindi
- Kjarasamningagerð fyrir félagsmenn
- Aðstoð við að innheimta vangreidd laun

Orlofssjóður:
- 13 orlofshús, sumar- og vetrarleiga

- Útilegukort og Veiðikort með ca. 50% afslætti

- Gistimiðar á Fosshótel með ca. 50% afslætti

- Gjafabréf hjá Play og Icelandair

- Ferð í boði félagsins fyrir eldri félagsmenn                                                                      

Vinnudeilusjóður:
- Styrkir til félagsmanna í verkföllum eða verkbönnum

Fræðslusjóður:
- Styrkir eru veittir til starfsnáms, sem auka möguleika félagsmanns á vinnumarkaði.
- Við ákvörðun upphæðar er miðað við greidd félagsgjöld síðustu 12 mánaða. Félagsgjald af lágmarkslaunum í 100% starfi eða meira gefur fulla styrkupphæð.
- Styrkupphæð er að hámarki kr. 130.000 á ári. Aldrei er þó greiddur hærri styrkur en sem nemur 80% af námskeiðskostnaði.
- Jafnframt eru veittir styrkir vegna frístunda-/tómstundanámskeiða og verður endurgreiðsla vegna þeirra 80% af kostnaði en aldrei hærri en kr. 130.000 á ári og dregst jafnframt af heildarupphæð styrks vegna starfsnáms 

Félagsmenn eru eindregið hvattir til að hafa samband við skrifstofu félagsins og fá nánari upplýsingar um hvaða rétt félagsmenn eiga úr starfsmenntunarsjóði sínum.

 

Réttindi við starfslok
Sjá upplýsingar hér.

Stéttarfélag á hraðri uppleið

(Síða síðast uppfærð 31.05.2023)

Sjúkrasjóður:

 • Sjúkradagpeningar - 80% af meðaltali heildarlauna, hámark kr. 700.000.
 • Fæðingarstyrkur - kr. 155.000.
 • Styrkur vegna glasa-, tæknifrjóvgunar eða ættleiðingar - kr. 100.000 í eitt skipti.
 • Styrkur vegna heilsufarsskoðunar (t.d. krabbameinsskoðun, skoðun hjá Hjartavernd, speglanir, ómskoðun, tannlæknakostnaður) - 50% af reikningi að hámarki kr. 50.000.
 • Gleraugnastyrkur - 50% af reikningi að hámarki kr. 70.000 á hverjum 24 mánuðum. Hægt er að nýta styrkinn vegna barns félagsmanns, 50% af reikningi að hámarki kr. 25.000.
 • Heyrnartækjastyrkur - 50% af reikningi að hámarki kr. 100.000 á hverjum 36 mánuðum. Ef keypt eru tæki fyrir bæði eyru þá 50% af reikningi að hámarki kr. 200.000.
 • Heilsueflingarstyrkur - 50% af reikningi að hámarki kr. 50.000.
 • Styrkur vegna sjúkraþjálfunar, sjúkranudds, meðferðar hjá kírópraktor  – 50% af reikningi að hámarki allt að kr. 50.000. Sama rétt eiga elli- og örorkulífeyrisþegar vegna sjúkraþjálfunar/sjúkranudds, þ.e. allt að 50.000 kr. í eitt skipti.
 • Dánarbætur vegna fráfalls félagsmanns frá kr. 78.452 til 450.000.
 • Sálfræðiþjónusta / fjölskylduráðgjöf – 50% af reikningi að hámarki kr. 50.000.
 • Göngugreining/innlegg - 50% af reiknig að hámarki kr. 10.000.

 

 

Sjá nánar hér : https://vlfa.is/index.php/sjukrasjodhur

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image