• Sunnubraut 13, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
27
Mars

43 starfsmönnum Skagans 3X og Þorgeir & Ellerts sagt upp störfum

Formaður fékk þau döpru tíðindi í gær að fyrirtækin Skaginn 3x og Þorgeir & Ellert hafi tilkynnt uppsagnir í dag til 43 starfsmanna hér á Akranesi vegna samdráttar. Formanni er einnig kunnugt um að 9 manns sem starfa einnig á Ísafirði hjá Skaganum 3x hafi einnig fengið uppsögn.

Það þarf ekkert að fjölyrða um að ástandið á vinnumarkaðnum mun verða gríðarlega erfitt vegna Covid 19 og þess mikla efnahagssamdráttar sem af veirunni hlýst.

Það er ljóst að ástandið ástandið á vinnumarkaðnum sé mjög alvarlegt enda liggur fyrir núna að uppundir 10 þúsund manns eru án atvinnu og yfir 11 þúsund manns eru komnir í skert starfshlutfall samkvæmt úrræði stjórnvalda. Formaður telur að atvinnuleysistölur eigi eftir að hækka umtalsvert á næstu dögum á vikum.

Vissulega eru lög um skert starfshlutfall að hjálpa til við að fyrirtæki reyni eins og kostur er að halda ráðningarsambandi við starfsfólk eins lengi og kostur er. Úrræðið er gott og formaður hvetur fyrirtæki í hvívetna að nýta sér þessi úrræði í stað þess að segja upp starfsfólki.

Það er ljóst að framundan er miklar áskoranir á íslenskum vinnumarkaði og telur formaður VLFA að það sé óumflýjanlegt að stjórnvöld, verkalýðshreyfingin og Samtök atvinnulífsins taki höndum saman sem aldrei fyrr og leiti allra leiða til að verja störfin, launafólk og heimilin.

Í þessu samhengi verðum við að vera öll tilbúin að hugsa útfyrir kassann og velta öllum leiðum upp við að verja störfin og íslensk heimili.

Formaður VLFA segir einnig að við séum öll í sama bátnum og það verða allir að róa í sömu átt til við komumst út úr þessu ölduróti sem við erum nú í og ég veit að okkur mun takast það með samstilltu róðralagi.

Formaður telur einnig mikilvægt að við stöndum öll saman í því að verja atvinnuöryggi og lífsviðurværi launafólks og afkomu heimilanna annars getur illa farið. Nú þurfum við öll sem eitt að standa saman og reyna að milda það mikla efnahagshögg sem við erum að fá á okkur tímabundið, en með samstilltu átaki stjórnvalda, verkalýðshreyfingarinnar og Samtaka atvinnulífsins mun okkur takast það.

23
Mars

Reiknivél vegna skerðingar á starfshlutfalli

Nú liggur fyrir að fjölmörg fyrirtæki, sérstaklega í ferðaþjónustunni og veitingageiranum munu nýta sér breytingar á lögum nr.54/2006 um atvinnuleysistryggingar eða svokallaðar Hlutabætur.

En þessi lög eiga að hjálpa fyrirtækjum að halda ráðningarsamningi við sitt starfsfólk  við þessar fordæmalausu aðstæður sem upp hafa komið vegna COVID 19.

Verkalýðsfélag Akraness vill hvetja félagsmenn sína til þess að kynna sér réttarstöðu sína vel og vandlega en fjölmargar upplýsingar er hægt að finna inná vef ASÍ. Sjá hér.

Einnig er komin upp reiknivél sem félagsmenn geta notað til að sjá hvernig hlutbætur  koma út miðað við skert starfshlutfall.

Reiknivélin virkar þannig að fólk slær inn núverandi starfshlutfall og síðan inn skert starfshlutfall og mánaðarlaun, þá á fólk að geta séð hvernig  laun frá atvinnurekenda og frá atvinnuleysistryggingarsjóði koma út í heildina. Rétt er að ítreka það að laun frá 400.000 kr. og niður munu ekki skerðast.

19
Mars

Kosning um ríkisamninginn hófst klukkan 12:00 í dag

Rafræn atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning 18 aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóð hófst í dag kl. 12:00 og stendur til kl. 16:00 fimmtudaginn 26. mars.  Þeir sem heyra undir kjarasamninginn geta kosið með því að smella hér.

 

Allt um samning er hægt að sjá hér.

16
Mars

Skrifstofa Verkalýðsfélags Akraness takmarkar aðgengi félagsmanna og annara að skrifstofunni vegna Covid 19

Kæru félagsmenn,

Vegna Covid19 faraldursins mun Verkalýðsfélag Akraness takmarka aðgengi  félagsmanna að skrifstofunni og á þeirri forsendu verður skrifstofan lokuð um óákveðin tíma.

Félagið mun hins vegar halda úti fullri þjónustu, en sú þjónusta mun fara fram í gegnum síma og í rafrænu formi.

Ef þið þurfið að skila inn umsóknum vegna greiðslan úr sjúkrasjóði, fá ráðgjöf eða aðrar upplýsingar má senda okkur tölvupóst This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Einnig er hægt að ná í alla starfsmenn í síma, en símanúmerið er 430-9900 kr. 

           

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.                             Formaður VLFA                                             s: 430-9902

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.                                         Ráðgjafi Virk                                                  s: 430-9904

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.                                     Ráðgjafi Virk                                                  s: 430-9907

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.                                        Skrifstofufulltrúi                                             s: 430-9906

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.                              Skrifstofufulltrúi                                             s: 430-9905

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.                                        Skrifstofufulltrúi                                             s: 430-9900

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.                                     Skrifstofufulltrúi                                             s: 430-9903

Við munum einnig reyna að setja inn fréttir og upplýsingar inn á heimasíðuna okkar www.vlfa.is sem og á facebooksíðu félagsins.

13
Mars

Samkomulag gert við Snók ehf.

Verkalýðsfélag Akraness hefur skrifað undir nýtt samkomulag við Snók verktaka sem þjónustar m.a. stóriðjufyrirtæki, en þetta samkomulag byggist á því að starfsmenn njóta sambærilegra kjara og starfsmenn stóriðjufyrirtækisins Elkem Ísland á Grundartanga.

Grunnlaun starfsmanna hækka um 4,25% en auk þess eru vaktaálög hækkuð um 3% en það er gert vegna þess að vetrarfrí starfsmanna á vöktum falla inn í vaktaálagið.

Grunnlaun starfsmanna verða frá 332.102 kr. á mánuði uppí 391.880 kr. fyrir starfsmann með 10 ára starfsaldur, en auk þess fá allir starfsmenn 0,90% af grunnlaunum í ferðapening.

Orlofs-og desemberuppbætur verða 234.786 þúsund krónur.

Það er óhætt að segja að COVID 19 hafi áhrif,  því ekki verður hægt að kynna og afgreiða samkomulagið eins gert er ráð fyrir en félagið hefur ákveðið að láta samninginn taka gildi strax og verður svo kynntur og afgreiddur þegar færi gefst til.

Rétt er að geta þess að uppundir 100 manns vinna hjá Snók.

13
Mars

Kjarasamningur undirritaður við Faxaflóahafnir

Í gær skrifaði formaður Verkalýðsfélags Akraness undir nýjan kjarasamning fyrir gæslumennina sem starfa hjá Faxaflóahöfnum. Kjarasamningurinn byggist á stórum hluta á Lífskjarasamningum á hinum almenna vinnumarkaði en auk þess þá lögðu starfsmenn mikla áherslu á að skipt yrði úr 12 tíma vaktakerfi yfir í 8 tíma vaktakerfi eins og Elkem Ísland er með.

En með því er vinnuskylda færð úr 182 vinnustundum á mánuði niður í 145,6 vinnustundir eða með öðrum orðum starfsmenn taka 6 vaktir á 5 dögum og eiga svo 5 daga í frí.

Það er skemmst frá því að segja að forsvarsmenn Faxaflóahafna hafi tekið afar vel í þessa hugmynd enda er það mat samningsaðila að það sé lýðheilsumál að draga úr vinnuskyldu vaktamanna og ekki sé hollt að vinna á 12 tíma vöktum.

Samið var um að skipa starfshóp þar sem viðræður verða teknar upp við að koma þessu nýja vaktakerfi á og  stefnt er að því að nýtt kerfi taki gildi eigi síðar en 1. september 2020.

Samningurinn gildir afturvirkt frá 1. apríl 2019 en samningstíminn er til 30. september 2023.   Laun hækka um  17.000 kr. frá 1.apíl 2019, næst kemur 24.000 kr hækkun þann 1. apríl 2020, sem þýðir að þann 1. Apríl 2020 verður lægsti grunntaxti starfsmanna komin í 387.473 krónur og eftir 12 ára starfsreynslu í 423.680 krónur.  

Hér má sjá nýjar launatöflur og kjarasamningurinn er hér

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image