• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
07
May

Gengið frá samningi við Klafa og samningur við Snók á lokametrunum

Búið er að ganga frá samningi fyrir starfsmenn Klafa en sá samningur er uppbyggður með þeim hætti að laun og önnur kjör taka alfarið mið af kjarasamningi Elkem Ísland. Því munu starfsmenn Klafa fá sambærilegar launahækkanir og gengið var frá við Elkem Ísland. Snókur, sem einnig er verktakafyrirtæki sem vinnur meðal annars inni á Grundartangasvæðinu, er líka með tengingu við stóriðjusamningana á Grundartanga og í dag er fundur með forsvarsmönnum Snóks. Vonast formaður til þess að það skýrist á þeim fundi hvort takist að loka þeim samningi en krafan er skýr, að kjör starfsmanna Snóks séu sambærileg og hjá starfsmönnum stóriðjufyrirtækjanna á Grundartanga.

30
Apr

1. maí ræða formanns

Verkalýðsfélag Akraness óskar félagsmönnum sínum til hamingju með baráttudag verkalýðsins.

Hér má sjá ræðu formanns félagsins sem hann flutti að lokinni kröfugöngu í dag.

28
Apr

1. maí 2025 - Kröfuganga - Hátíðarfundur - Bíó fyrir börn

1. maí 2025 

Verkalýðsfélag Akraness, VR, FIT, Kennarasamband Íslands, Sjúkraliðafélag Íslands og Sameyki standa fyrir dagskrá á baráttudegi verkalýðsins 1. maí á Akranesi.

Klukkan 14:00 fer af stað kröfuganga frá Þjóðbraut 1, trommusveit TOSKA undir stjórn Heiðrúnar Hámundar leiðir gönguna.

Hátíðar- og baráttufundur í sal eldri borgara, Dalbraut 4, að göngu lokinni. 

Hátíðarræðu flytur Vilhjálmur Birgisson formaður VLFA og kvennakórinn Ymur flytur nokkur lög.

Að dagskrá lokinni verður boðið upp á kaffi og kökur að hætti kórfélaga.

Allir velkomnir

Kl. 13 og kl. 16 verður bíó fyrir börn í Bíóhöllinni - Hundmann með islensku tali ath. númeruð sæti.

Miða má nálgast á midix.is 

https://www.midix.is/is/hundmann-kl-1600-01-may-2025/eid/648/group/1

22
Apr

Kjarasamningar við Norðurál og Elkem samþykktir með miklum meirihluta greiddra atkvæða

Nú rétt í þessu lauk kosningu um kjarasamninga bæði Norðuráls og Elkem Ísland. Er skemmst frá því að segja að samningarnir voru báðir samþykktir með miklum meirihluta greiddra atkvæða. Rétt er að geta þess að fyrri kjarasamningur við Elkem hafði verið felldur með 58% atkvæða en nú var hann hins vegar samþykktur með 80,62% atkvæða.

 

Niðurstaðan hjá Elkem var eftirfarandi:

104 sögðu já eða 80,62%

19 sögðu nei eða 14,73%

6 tóku ekki afstöðu eða 4,65%

Kjörsókn var 85,43%

Niðurstaðan hjá Norðuráli var eftirfarandi:

366 sögðu já eða 72,76%

121 sögðu nei eða 24,06%

16 tóku ekki afstöðu eða 3,18%

Kjörsókn var 73,54%

 

Þessi niðurstaða kemur formanni ekki á óvart enda eru þessir kjarasamningar keimlíkir. Samningarnir tryggja starfsmönnum mjög góðar launahækkanir á fyrsta ári og launavísitölutengingu hin árin ásamt nokkrum atriðum til viðbótar sem skila þeim ágætis ávinningi. Formaður vill þakka trúnaðarmönnum fyrir vel unnin störf við gerð þessara kjarasamninga enda skiptir miklu máli að hafa öfluga trúnaðarmenn í slíku verkefni. 

16
Apr

Kosningar hjá starfsmönnum Norðuráls og ELKEM

Í dag var opnað fyrir rafrænar kosningar hjá starfsmönnum bæði Elkem og Norðuráls.

Við hvetjum alla starfsmenn sem eiga aðild að þessum samningum að taka þátt og kjósa.

Hér er hægt að nálgast kynningarefni fyrir báða samningana : 

NORÐURÁL

ELKEM

Eins og áður sagði, þá er kosningin rafræn og nauðsynlegt er að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum.

Kosningu lýkur svo kl. 12:00 á hádegi  þriðjudaginn 22. apríl.

Þitt atvæði skiptir máli !

 

 

14
Apr

Kynningar á nýjum kjarasamningi Norðuráls hafnar á fullu

Formaður byrjaði daginn snemma í morgun og var mættur upp í Norðurál kl. 6:30 til að kynna nýjan kjarasamning fyrir starfsmönnum sem voru að ljúka næturvöktum. Að þeirri kynningu lokinni kynnti hann samninginn fyrir þeim sem voru að koma á dagvakt. Fór formaður ítarlega yfir innihald samningsins og var ekki annað að skynja en að starfsmenn virtust almennt vera ánægðir með það sem samningurinn innihélt þó ugglaust sé það alltaf þannig að menn vilji "meira."

Samningurinn er að skila um eða yfir 50.000 kr. launahækkun eða 6,15% til allra starfsmanna á fyrsta ári og síðan er hann tengdur við launavísitölu Hagstofunnar og það sama á við um aðrar launabreytingar eins og orlofs- og desemberuppbætur. Formaður mun síðan síðar í dag kynna samninginn fyrir vöktunum sem eru að fara á kvöldvakt og ljúka síðan kynningunum á morgun 15. apríl kl. 17 með kynningu í Bíóhöllinni á Akranesi fyrir þær vaktir sem eru í vaktafríi.

Hægt er að skoða kynninguna hér og eru starfsmenn hvattir til að hafa samband við formann eða trúnaðarmenn ef einhverjar spurningar vakna. 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image