Fræðslumál
Með aðild sinni að Verkalýðsfélagi Akraness eiga félagsmenn einnig aðild að þeim starfsmenntasjóðum sem samið hefur verið um í kjarasamningum. Félagið sér um umsýslu fyrir alla sjóðina og afgreiðir styrki til félagsmanna úr þeim.
Fræðslusjóðir: English Polish
Markmið starfsmenntasjóðanna er að auðvelda félagsmönnum fjárhagslega að stunda sí- og endurmenntun. Félagsmenn geta sótt um endurgreiðslu hjá félaginu vegna náms af ýmsu tagi, hvort sem er vegna styttri námskeiða, framhaldsnáms, háskólanáms og í sumum tilvikum einnig tómstundanáms.
Umsóknareyðublöð er að finna hér
Nánari upplýsingar um hvern sjóð er að finna í valmyndinni undir fræðslusjóðir.