Mínar síður Total - leiðbeiningar
Innskráning á Mínar síður fer fram með rafrænum skilríkjum í gegnum mitt.vlfa.is
Hér má sjá hvernig upphafssíða félagsmanns lítur út ef hún er opnuð í tölvu.
Athugið að í síma þá birtist síðan mjórri og hver dálkur er fyrir neðan hvern annan og þá þarf að skrolla niður til að sjá alla dálkana.

Síða félagsmanns
Hver félagsmaður á sitt eigið svæði á Mínum síðum sem veitir yfirsýn yfir stöðu viðkomandi.
Á því má finna:
- yfirlit yfir félagsgjöld (sem endurspegla heildarlaun), skipt eftir mánuðum og atvinnurekendum.
- yfirlit réttindi í sjóðum og hvernig þau hafa verið nýtt. Í flestum tilvikum er hægt að sækja ítarlegri upplýsingar um hvert atriði.
- skoða laus orlofshús.
- bóka og greiða orlofshúsaleigu.
- sækja um styrk í sjúkrasjóð og menntasjóð.
Tiil þess að starfsfólk og félagsmenn geti átt góð rafræn samskipti óskum við eftir að félagsmenn yfirfari og uppfæri ef þörf er á:
netfang - símanúmer - bankaupplýsingar
Ef netfangið er rétt getur verið að það þurfi að staðfesta það.
Félagsmenn sem starfa hjá ríki, sveitarfélagi eða fyrirtæki með fleiri en eina starfsstöð eru hvattir til þess að skrá viðeigandi starfsstöð á upphafssíðu.
Nánari leiðbeiningar eru hér að neðan.
Yfirlit yfir félagsgjöld (sem endurspegla heildarlaun), skipt eftir mánuðum og atvinnurekendum.
Réttindi í sjóðum og hvernig þau hafa verið nýtt.
Í flestum tilvikum er hægt að sækja ítarlegri upplýsingar um hvert atriði.
- 1. Helsu upplýsingar félagsmanns auk netfangs, símanúmers og bankaupplýsinga.
- 2. Tungumálafáni sýnir á hvaða tungumáli félagsmaður skoðar Mínar síður. Það hjálpar starfsfólki að ákveða á hvaða tungumáli t.d. póstur/skilaboð til viðkomandi félagsmanns fara. Þegar sendur er póstur/skilaboð á marga félagsmenn í einu og þau eru á fleiri en einu tungumáli, þá ræður þessi merking á hvaða tungumáli pósturinn er.
- 3. Hér er hluta persónuupplýsinga breytt, svo sem upplýsingum um símanúmer, netfang og bankareikning. Einnig er hægt að skrá annað aðsetur en lögheimili.
- 4. Orlofssjóður - Yfirlit yfir punktastöðu og hversu marga daga félagsmaður getur bókað orlofshús.
- 5. Sjúkrasjóður - Yfirlit yfir réttindi og hlekkur til að sækja um í sjúkrasjóð (heilsuefling, sjúkraþjálfun, gleraugu, heilsufarsskoðun ofl.) og sjúkradagpeninga. Ath. félagsmaður sem er að hefja störf getur verið nokkra mánuði að öðlast 100% rétt.
- 6. Menntasjóður - Yfirlit yfir réttindi í menntasjóðum og hlekkur til að sækja um styrk vegna náms. Ef félagsmaður á rétt í fleiri en einum menntasjóði þá er skoðaður samanlagður réttur.
- 7. Sýn á tvær síðustu hreyfingar í hverjum flokki í kerfinu.











