Hús nr. 11 - Ölfusborgum
Bústaðurinn er um 40m2 með tveimur svefnherbergjum. Í öðru herberginu eru tvö rúm, annað tvíbreitt og hitt einbreitt, en í hinu herberginu er eitt tvíbreitt rúm. Sólstofa byggð 2010. Barnarúm er í húsinu. Sængur og koddar eru fyrir 7 manns. Í húsinu er afruglari frá 365 miðlum og hægt að kaupa skammtímaáskrift þegar komið er í húsið, nánari upplýsingar um það eru í húsinu.
Bústaðurinn var allur tekinn í gegn vorið 2010 og endurnýjaður í hólf og gólf. Notaleg sólstofa var byggð við húsið 2010. Góður pallur er við bústaðinn, heitur pottur, gasgrill og garðhúsgögn.
Umhverfið er barnvænt, bílaumferð um svæðið er takmörkuð og á svæðinu eru opin leiksvæði fyrir börnin. Á svæðinu er þjónustumiðstöð sem opin er allan ársins hring. Allt dýrahald í húsunum er með öllu óleyfilegt.
Orlofshverfið er örstutt frá Hveragerði þar sem hægt er að fá alla þjónustu og þar er ágætis sundlaug. Einnig er stutt á Selfoss og ýmislegt að sjá í sveitunum í kring, t.d. sjávarþorpin Þorlákshöfn, Eyrarbakka og Stokkseyri og marga sögufræga staði í Árnessýslu.
Skrifstofa félagsins sér um útleigu en lyklar eru afhentir á staðnum gegn framvísun leigusamnings. Gestir þurfa sjálfir að fara með rúmföt, handklæði og diskaþurrkur.
Hægt er að sjá fleiri myndir hér. Heimasíða Rekstrarfélags Ölfusborga er hér.
Búnaður
Sjónvarp |
√ | Ísskápur m. frystihólfi | √ |
Gasgrill | √ | Uppþvottavél | √ |
Kaffivél | √ | Helluborð og ofn | √ |
Brauðrist | √ | Barnastóll | √ |
Örbylgjuofn | √ | Þvottavél | × |
Vöfflujárn | √ | Þurrkari | × |
Pönnukökupanna | √ | Heitur pottur | √ |
Samlokugrill | √ |
Borðbúnaður f. amk. 6 manns |
|
Handþeytari | √ |
Svefnaðstaða
Sængur og koddar |
8 |
Rúm |
3 |
Stærð á rúmum |
140x200
140x200
90x200
|
Barnaferðarúm | √ |
Auka dýnur | |
Svefnloft | × |
Annað
Tuskur og gólfmoppur til þrifa á staðnum
Uppþvottalögur |
√ |
Töflur í uppþvottavél |
√ |
Ræstiefni |
√ |
Handsápa |
× |
Salernispappír |
× |
Handklæði |
× |
Borðtuskur |
× |
Viskustykki |
× |
Þvottaefni |
× |