Veiðikortið og Útilegukortið
Orlofssjóður VLFA niðurgreiðir Veiðikortið og Útilegukortið til félagsmanna. Kortin eru til sölu á skrifstofu félagsins á um 50% af almennu söluverði. Einn punktur er dregin af félagsmönnum þegar þeir kaupa kortin. Sölutímabil er frá því kortin eru gefin út að vori og fram á mitt sumar.
Miðað er við að hver félagsmaður geti keypt eitt Veiðikort og eitt Útilegukort á ári og eru kortin ætluð til notkunar fyrir félagsmenn sjálfa.