• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
12
Dec

Fundað með SA um sérkjarasamninga Verkalýðsfélags Akraness

Í morgun var fundað með Samtökum Atvinnulífsins vegna þeirra sérkjarasamninga sem Verkalýðsfélag Akraness er aðili að, þ.e.a.s. sérkjarasamningur starfsmanna Síldarbræðslunnar og einnig sérkjarasamningur starfsmanna Spalar.

Farið var yfir þær kröfur sem starfsmenn áðurnefndra fyrirtækja hafa lagt fram og viðbrögð fengin frá Samtökum Atvinnulífsins. Það er mat formanns eftir þessa fundi, að töluverð gjá sé á milli samningsaðila og er ljóst að ef takast á að ganga frá nýjum kjarasamningum fyrir áramót þá þurfi nánast kraftaverk til.

Næsti fundur hefur ekki verið ákveðinn, hvorki vegna sérkjarasamnings bræðslumanna né starfsmanna Spalar, en að öllum líkindum verður fundað aftur fyrir jól.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image