• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Góð vinnustaðaheimsókn til Norðuráls Frá heimsókninni á föstudaginn
09
Dec

Góð vinnustaðaheimsókn til Norðuráls

Formaður fór í vinnustaðaheimsókn til Norðuráls síðasta föstudag, en stjórn félagsins leggur mikla áherslu á að vera í nánu og góðu sambandi við félagsmenn sína og var þessi vinnustaðaheimsókn einn liður í þeirri vinnu.

Á föstudaginn var það C vaktin sem formaður heimsótti og fór formaðurinn víða um verksmiðjuna og tók tugi starfsmanna tali en heimsóknin stóð í tæpa þrjá tíma.

Þau mál sem brunnu helst á starfsmönnum voru öryggis og launamál og fékk formaður fjölmargar spurningar þessum málum tengdar.  Formaður er ekki í neinum vafa um að öryggismál Norðuráls verða tekin föstum tökum á næstu misserum. Sérstaklega í ljósi þess að öll orka fyrirtækisins á liðnum árum hefur farið í stækkun verksmiðjunnar, nú er þeim kafla hins vegar lokið.  Á þeirri forsendu munu forsvarsmenn Norðurál geta einbeitt sér mun betur að þeim þáttum er lúta að innri kjarastarfsemi fyrirtækisins t.d. öryggismálum.

Fram kom í máli formanns að í næstu kjarasamningum verður gerð skýlaus krafa um að minnka launamuninn  á milli Alcan og Norðuráls enn frekar.  Enda er það með öllu óásættanlegt að það skuli ríkja launamunur á milli verkasmiðja í sömu starfsgrein.

Þessi heimsókn var feikilega vel heppnuð og mun formaður stefna að því að heimsækja allar vaktirnar á næstu vikum.  Í dag starfa um 500 manns hjá Norðuráli og eru um 400 þeirra félagsmenn Verkalýðsfélags Akraness. 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image