• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Smábátasjómenn komnir með kjarasamning Kristófer Jónsson smábáta sjómaður
21
Dec

Smábátasjómenn komnir með kjarasamning

Í dag var undirritaður kjarasamningur milli samtaka sjómanna (FFSÍ, SSÍ og VM) annars vegar og Landssambands smábátaeigenda hins vegar. Kjarasamningurinn tekur gildi þann 1. janúar 2008.
Fram til þessa hefur ekki verið í gildi kjarasamningur fyrir sjómenn á smábátum. Verkalýðsfélag Akraness fagnar þessum tímamótum þar sem um er að ræða fyrsta heildarkjarasamningurinn í sögu landssambandsins. 

Í dag eru þónokkrir smábátasjómenn sem eru félagsmenn Verkalýðsfélags Akraness.  Það er ljóst að þessi kjarasamningur mun eyða þeirri réttindaróvissu sem oft hefur ríkt hjá smábátasjómönnum.

Aðilar að samningum eru Landssambands smábátaeigenda annars vegar og Farmanna- og fiskimannasambands Íslands (FFSÍ), Sjómannasambands Íslands (SSÍ) og VM- Félags vélstjóra og málmtæknimanna hins vegar.
Samninginn í heild sinni má nálgast hér

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image