• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
31
Dec

Verkalýðsfélag Akraness styrkir Björgunarfélag Akraness

Í dag afhenti formaður Verkalýðsfélags Akraness Björgunarfélagi Akraness 100.000 kr. styrk úr styrktarsjóði félagsins.  Umrædd fjárhæð er eyrarmerkt unglingastarfi björgunarfélagsins.

Fréttir undanfarna daga sýna svo ekki verður um villst hversu fórnfúst og óeigingjarnt starf Björgunarfélag Akraness er vinna nánast dag hvern.  Því er stjórn Verkalýðsfélags Akraness stolt að geta styrkt björgunarsveitina um þessa fjárhæð.

Í lok árs 2005 gerði stjórn Verkalýðsfélags Akraness mjög góðan samning við Landsbankann á Akranesi um öll bankaviðskipti félagsins. Í einu ákvæði samningsins er kveðið á um að Landsbankinn greiði Verkalýðsfélagi Akraness kr. 500.000 í sérstakan styrktarsjóð sem nota á til að styrkja góðagerðarmál á félagssvæði VLFA.

Þetta er í annað sinn sem stjórn félagsins útdeilir úr styrktarsjóðnum.  Þau félög og samtök sem fá styrki úr sjóðnum í ár eru:

  • Styrktar-og líknarsjóður Akraneskirkju 100.000 kr.
  • Björgunarfélag Akraness unglingastarf 100.000 kr.
  • Mæðrastyrksnefnd Akraness               100.000 kr.
  • Skátafélagið Akranesi unglingastarf     100.000 kr.
  • Sambýlið Akranesi Vesturgötu              50.000 kr.
  • Sambýlið Laugabraut                           50.000 kr

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image