Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélag Akraness
Kt. 680269-6889
Til skrifstofunnar geta félagsmenn leitað eftir
upplýsingum og annarri aðstoð.
-
Þjóðbraut 1,
300 Akranes
-
Sími:
4309900
-
Netfang:
skrifstofa@vlfa.is
Afgreiðslutími
Mánudag-fimmtudag kl. 08:00-16:00 og föstudaga kl. 8:00-15:15. Utan afgreiðslutíma félagsins er hægt að ná í formann félagsins, Vilhjálm Birgisson, í síma 865-1294.
Nýjar fréttir
Laun á Grundartangasvæðinu hækka um 6,21% 1. janúar 2026
Laun starfsfólks hjá Norðuráli, Elkem Ísland, Klafa og öðrum fyrirtækjum…
Verkalýðsfélag Akraness tapaði máli gegn Norðuráli um stórhátíðarálag – niðurstaðan vekur mikla undrun
Verkalýðsfélag Akraness (VLFA) höfðaði mál gegn Norðuráli fyrir Félagsdómi vegna…


Formaður félagsins fór í vinnustaðaheimsókn til HB-Granda í gær. Átti hann þar samtal við nokkra starfsmenn og fór ekki á milli mála að þeir voru afar svekktir yfir að ekki skyldi hafa orðið af áformum fyrirtækisins um flutning allrar landvinnslu upp á Akranes.
Eins og fram kom hér á heimasíðunni í gær þá átti formaður félagsins fund með bæjarráði síðdegis í gærdag. Tilefni fundarins var m.a. sá launamunur sem ríkt hefur á milli leiðbeinenda á leikskólum bæjarins eftir félagsaðild. Bæjarráð samþykkti erindi Verkalýðsfélags Akraness og mun 4% álag sem þeir félagsmenn STAK sem störfuðu sem leiðbeinendur höfðu einnig gilda fyrir félagsmenn VLFA í sömu störfum.
Formaður félagsins var í viðtali í morgun hjá Gísla S Einarssyni fréttamanni í þættinum Morgunvaktin.
Eins fram kom hér á heimasíðunni í gær þá fundaði formaður félagsins, ásamt Halldóri Grönvold aðstoðarframkvæmdarstjóra ASÍ, með aðstoðarmanni félagsmálaráðherra, lögmanni Vinnumálastofnunar og forstjóra Vinnumálastofnunar í gærmorgun. 

Það kom formanni Verkalýðsfélags Akraness ekki á óvart að grunur væri á að erlendu starfsmennirnir sem lentu í rútuslysinu í Fljótsdal á sunnudaginn sl. hefðu ekki allir tilskilin leyfi til að starfa hér á landi.