• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
17
Aug

VLFA ætlar að láta gera úttekt á nýjum öryggisfatnaði hjá Íslenska járnblendinu

Eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni þá var nýr öryggisfatnaður tekinn í notkun hjá Íslenska járnblendifélaginu í byrjun maí þessa árs.

Þessi nýi öryggisfatnaður hefur fallið í grýttan jarðveg hjá starfsmönnum fyrirtækisins einfaldlega vegna þess að þegar starfsmenn eru að vinna í nálægð við ofnanna þá getur hitinn orðið allt að 60 gráður og við það geta starfsmenn orðið verulega slæptir.  Og hefur t.d. einn starfsmaður falið í yfirlið sökum mikils hita.

Það er mat margra starfsmanna að þeir telji öryggi sínu verulega ógnað í þessum nýja fatnaði og nú í síðustu viku ákvað einn starfsmaður að segja starfi sínu lausu vegna áðurnefndrar hættu og er hann því miður ekki sá fyrsti sem það gerir.  Þeir starfsmenn sem hafa sagt starfi sínu lausu hafa ekki treyst sér til að vinna í þessum nýja öryggisfatnaði við viss skilyrði.

Það var haldinn fundur fyrir um mánuði síðan útaf þessari óánægju starfsmanna með þennan nýja öryggisfatnað og á þeim fundi var ákveðið að auka kælingu í kringum ofnanna og einnig var ákveðið að starfsmenn fengju aðgang að orkudrykkjum.

Vissulega voru þessi tvö atriði til bóta en því miður virðist það ekki hafa dugað til.

Formaður félagsins hafði samband við Þórð Magnússon framkvæmdastjóra framleiðslusviðs vegna þessa máls í dag og tjáði honum að félagið ætlaði að kalla eftir úttekt frá Vinnueftirlitinu og trúnaðarlækni starfsmanna.  Fram kom hjá framkvæmdastjóranum að hann sé sammála að láta fagaðila skoða málið með hagsmuni starfsmanna og fyrirtækisins að leiðarljósi

Vill félagið fá úr því skorið í þessari úttekt hvort þessi öryggisfatnaður ógni öryggi starfsmanna eins og starfsmennirnir telja sjálfir.  Það er skylda þeirra sem koma að þessu máli að hlusta á varnaðarorð starfsmanna varðandi þennan nýja öryggisfatnað.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image