• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
15
Aug

Nýtt tölvusneiðmyndatæki að gagnast vel á SHA

Nú hefur tíminn leitt í ljós að nýtt sneiðmyndatæki sem félagasamtök, fyrirtæki og einstaklingar á Akranesi gáfu sjúkrahúsi Akraness 31. janúar 2007 hefur gjörbylt allri myndgreiningu á SHA og stórbætt alla þjónustu henni tengdri.

Það var fimm manna vinnuhópur sem formaður félagsins var aðili í sem safnaði fyrir umræddu tæki og gekk sú söfnun framar öllum vonum á sínum tíma.

Sjúkrasjóður Verkalýðsfélags Akraness gaf til að mynda eina milljón til kaupa á þessu nýja CT tæki með það að markmiði að tækið myndi tryggja öryggi okkar félagsmanna enn frekar.

 

Eins og fram kemur á heimasíðu  SHA þá hefur nýtingin á hinu nýja CT tæki SHA verið mjög góð og bætir þjónustu við sjúklinga til muna, gerir rannsókn og meðferð markvissari, unnt er í mörgum tilvikum að leiða í ljós mein og bregðast við fyrr en ella.  Auk þess eru óþægilegir og íþyngjandi sjúkraflutningar til Reykjavíkur þessarra erinda nánast úr sögunni.

Það kemur einnig fram á heimasíðu SHA að allar tölvusneiðmyndarannsóknir sem gerðar eru utan spítala í Reykjavík eru að stærstum hluta greiddar af Tryggingastofnun ríkisins.  Þessar sömu rannsóknir sem nú eru gerðar á SHA njóta hinsvegar ekki fyrirgreiðslu TR.  Þrátt fyrir að sýnt hefur verið fram á aukin gæði í þjónustu, hagræði og hagkvæmni hafa enn ekki tekist samningar um greiðslur til SHA fyrir þessar rannsóknir með sambærilegum hætti og til þjónustuaðila í einkarekstri í Reykjavík.

Það að SHA skuli ekki fá greidd frá Tryggingastofnun ríkisins með sambærilegum hætti og þjónustuaðilar í einkarekstri í Reykjavík er með öllu ólíðandi og ber heilbrigðisráðherra að kippa því í liðinn án tafar. 

Hægt er að lesa fréttina frá SHA með því að smella á meira.

Frá áramótum hafa verið gerðar ríflega 400 tölvusneiðmyndarannsóknir á SHA.  Helmingur sjúklinga kemur frá Akranesi og nágrenni en um 20% sjúklinga eru með lögheimili utan Vesturlands, þar af 10% af Reykjavíkursvæðinu. Nýtingin jafngildir því að um 3 sneiðmyndarannsóknir séu gerðar á myndgreiningadeild SHA hvern virkan dag í þágu skjólstæðinga sem ella hefðu þurft að leita til Reykjavíkur í þessu skyni.

 

Þetta eru talsvert fleiri rannsóknir en fyrstu áætlanir gerðu ráð fyrir.  Undanfarin þrjú ár hafa Vestlendingar sem fengið hafa tilvísun til einkarekinna myndgreiningastofa í Reykjavík verið á bilinu 450 - 500 á ársgrundvelli.  Þessi góða nýting á tækjabúnaði SHA bætir þjónustu við sjúklinga til muna, gerir rannsókn og meðferð markvissari, unnt er í mörgum tilvikum að leiða í ljós mein og bregðast við fyrr en ella.  Auk þess eru óþægilegir og íþyngjandi sjúkraflutningar til Reykjavíkur þessarra erinda nánast úr sögunni.
Eins og kunnugt er, þá gáfu félagasamtök, fyrirtæki og einstaklingar stofnuninni þennan dýrmæta búnað í upphafi árs.  Tækjabúnaðurinn hefur reynst mjög vel og starfsfólk er orðið vel þjálfað til hagnýtingar á þessari nýju tækni. 
Allar tölvusneiðmyndarannsóknir sem gerðar eru utan spítala í Reykjavík eru að stærstum hluta greiddar af Tryggingastofnun ríkisins.  Þessar sömu rannsóknir sem nú eru gerðar á SHA njóta hinsvegar ekki fyrirgreiðslu TR.  Þrátt fyrir að sýnt hefur verið fram á aukin gæði í þjónustu, hagræði og hagkvæmni hafa enn ekki tekist samningar um greiðslur til SHA fyrir þessar rannsóknir með sambærilegum hætti og til þjónustuaðila í einkarekstri í Reykjavík.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image