• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
25
Sep

25 starfsmenn sagt upp hjá Norðuráli

Í dag var 25 starfsmönnum Norðuráls sagt upp störfum. Allir sem missa vinnuna starfa á framleiðslusviði fyrirtækisins, en þar starfar stór meirihluti allra starfsmanna.

Ástæðan sem gefin er fyrir þessum aðgerðum er aukinn framleiðslukostnaður sem hefur skapað erfiðar aðstæður í rekstri fyrirtækisins. Þrátt fyrir það breytir það ekki þeirri staðreynd að þetta eru mjög þung tíðindi fyrir þá einstaklinga sem nú missa lífsviðurværi sitt og fjölskyldur þeirra.

Formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir:


„Það er þyngra en tárum taki að þurfa enn á ný að horfa upp á fjölda félagsmanna missa störf sín. Þetta er gífurlegt áfall fyrir samfélagið okkar á Akranesi og sár staða fyrir þá einstaklinga sem í hlut eiga. Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að styðja félagsmenn okkar í gegnum þessar aðstæður.“

 

Akranes hefur á liðnum árum og áratugum þurft að þola margvíslegar hremmingar í atvinnumálum. Við höfum séð stór fyrirtæki dragast saman eða hætta starfsemi með miklum samfélagslegum afleiðingum. Því eru uppsagnirnar hjá Norðuráli ekki aðeins áfall fyrir þá 25 sem missa vinnuna, heldur minna þær okkur líka á hve brothætt atvinnuöryggi getur verið í samfélagi sem er háð fáum, stórum vinnuveitendum.

VLFA mun fylgjast grannt með framvindu mála og standa vörð um hagsmuni félagsmanna á þessum erfiðu tímum.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image