• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
27
Aug

Félagsmönnum Verkalýðsfélags Akraness fjölgar gríðarlega

Félagsmönnum Verkalýðsfélags Akraness hefur fjölgað gríðarlega frá áramótum, en þá voru félagsmenn VLFA 2.117. Í dag eru þeir rétt tæplega 2.500 og hefur þeim fjölgað um rétt tæpa 400 félagsmenn eða sem nemur 18%.

Af þessum 2.500 félagsmönnum koma 300 erlendis frá, langflestir frá Austur - Evrópu.

Sú jákvæða uppbygging sem orðið hefur á Grundartangasvæðinu á undanförnum misserum skýrir að mestu þessa miklu fjölgun.

Það er óhætt að segja að framtíð Verkalýðsfélags Akraness sé nokkuð björt sé tekið tillit til þeirra fjölgunar sem orðið hefur í félaginu á undanförnum mánuðum og þess góða atvinnuástands sem ríkir á félagssvæði VLFA um þessar mundir.

Það mun styrkja stoðir atvinnlífsins hér á Akranesi enn frekar ef áætlanir forsvarsmanna HB-Granda ganga eftir um að flytja alla landvinnsluna frá Reykjavík hingað upp á Akranes eins og þeir hafa nú þegar tilkynnt um.

Í dag er verið að byggja 295 nýjar íbúðir hér á Akranesi og sýnir það hversu gríðarlegur uppgangur er hér á Akranesi um þessar mundir og það góða atvinnuástand sem hér ríkir.  

Í dag búa 6.169 íbúar á Akranesi og hafa þeir aldrei verið fleiri, ástæðan fyrir þessari miklu fjölgun er eins og áður sagði gott atvinnuástand og ekki síður það góða samfélag sem hér ríkir.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image