• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
14
Dec

Verkalýðsfélag Akraness skorar á bæjarráð að greiða starfsmönnum Akraneskaupstaðar jólabónus

Rétt í þessu var að ljúka fundi sem formaður félagsins átti með bæjarráði Akraneskaupstaðar. Tilefni fundarsins voru þær sértæku launahækkanir sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa verið að veita sínum starfsmönnum að undanförnu. Þær sértæku aðgerðir hafa fyrst og fremst beinst að þeim tekjulægstu og hafa laun einstaka hópa t.d. skólaliða og starfsmanna og leikskólum, hækkað um 6 - 16 þúsund á mánuði.

Einnig hafa sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu verið að veita starfsmönnum sínum ýmis hlunnindi eins og líkamsræktarkort og annað slíkt.

Verkalýðsfélag Akraness skoraði á bæjarráð að greiða starfsmönnum Akraneskaupstaðar 30.000 kr. jólabónus líkt og starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar fá. Einnig skoraði Verkalýðsfélag á bæjarráð að skoða með jákvæðum hug þær launahækkanir sem beinst hafa að tekjulægstu starfsmönnum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu, enda er það með öllu ólíðandi að laun fyrir sambærileg störf séu lakari á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Við slíkt verður ekki unað.

Bæjarráð ætlar að skoða þessi mál og nú er bara að vona að þeir fylgi fordæmi sveitarstjórnarmanna á höfuðborgarsvæðinu og geri vel við sína starfsmenn öllum til heilla.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image