• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
27
Dec

Akraneskaupstaður hafnar kröfu félagsins um jólabónus handa starfsmönnum

Eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni þá átti formaður fund með bæjarráði Akraneskaupstaðar þann 14. desember sl. Á þeim fundi lagði Verkalýðsfélag Akraness fram áskorun til bæjarráðs um að starfsmönnum skyldi greiddur jólabónus, líkt og gerðist hjá Hafnarfjarðarbæ, að fjárhæð 30.000 kr.

Einnig skoraði Verkalýðsfélag Akraness á bæjarráð að skoða með jákvæðum huga þær sértæku aðgerðir í launamálum til handa þeim lægst launuðu sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa verið að koma með handa sínu starfsfólki að undanförnu.

Formanni félagsins barst bréf frá bæjarráði í morgun þar sem bæjarráð hafði tekið fyrir erindi félagsins á fundi 20. desember sl. Niðurstaðan var sú að bæjarráð gæti ekki orðið við erindi félagsins, en veki athygli á því að verið væri að afla nánari upplýsinga um það hvað sveitarfélög hafa verið að gera í tilfellum sem þessum.

Það liggur fyrir að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa verið að koma með sértækar aðgerðir til handa þeim tekjulægstu og hefur það verið gert með margvíslegum hætti m.a. með mánaðarlegum eingreiðslum frá fjárhæð 6.000 til 16.000 kr. ásamt fjölda annarra sértækra aðgerða.

Það er með öllu óviðunandi að launakjör á höfuðborgarsvæðinu, fyrir sömu störf, séu mun hærri en gengur og gerist á landsbyggðinni. Það er einnig ljóst að í næstu samningum verður að byrja á því að para það sem er að gerast á höfuðborgarsvæðinu áður en menn geta sest niður til að hefja hinar eiginlegu kjaraviðræður. Annað mun starfsfólk sveitarfélaga á landsbyggðinni einfaldlega ekki sætta sig við. 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image