Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélag Akraness
Kt. 680269-6889
Til skrifstofunnar geta félagsmenn leitað eftir
upplýsingum og annarri aðstoð.
-
Þjóðbraut 1,
300 Akranes
-
Sími:
4309900
-
Netfang:
skrifstofa@vlfa.is
Afgreiðslutími
Mánudag-fimmtudag kl. 08:00-16:00 og föstudaga kl. 8:00-15:15. Utan afgreiðslutíma félagsins er hægt að ná í formann félagsins, Vilhjálm Birgisson, í síma 865-1294.
Nýjar fréttir
Laun á Grundartangasvæðinu hækka um 6,21% 1. janúar 2026
Laun starfsfólks hjá Norðuráli, Elkem Ísland, Klafa og öðrum fyrirtækjum…
Verkalýðsfélag Akraness tapaði máli gegn Norðuráli um stórhátíðarálag – niðurstaðan vekur mikla undrun
Verkalýðsfélag Akraness (VLFA) höfðaði mál gegn Norðuráli fyrir Félagsdómi vegna…


Aðalfundur Festu lífeyrissjóðs var haldinn á Grand hóteli í gær en Festa lífeyrissjóður er sá lífeyrissjóður sem félagsmenn Verkalýðsfélags Akraness eiga aðild að. Eins og margoft hefur komið fram hefur formaður félagsins gagnrýnt lífeyrissjóðina harðlega vegna stöðu þeirra og margoft hefur komið fram að lífeyrissjóðskerfið í heild sinni tapaði gríðarlegum upphæðum í kjölfar hrunsins eða sem nemur yfir 500 milljörðum króna. Tap sem má rekja til glórulausra fjárfestinga í atvinnulífinu en lífeyrissjóðirnir stigu trylltan dans með útrásinni fyrir hrun.


Formanni VLFA var boðið að flytja erindi á opnum fundi í Reykjanesbæ sem Hagsmunasamtök heimilanna héldu í gær. Á þessum fundi voru auk formanns frambjóðendur allra flokka ásamt bæjarstjóra Reykjanesbæjar og sýslumannsins þar. Umræðuefnið á fundinum var verðtryggingin, skuldavandi heimilanna og síðast en ekki síst það skelfingarástand sem ríkir í atvinnumálum á Reykjanesi.
Það er svosem ekki orðin nein nýlunda að umræðan um stóriðjurnar hér á landi eigi undir högg að sækja hvað almenningsálitið varðar. Það skal algjörlega viðurkennast að formanni VLFA finnst þessi umræða oft á tíðum vera afar óvægin gagnvart þessum mikilvægu störfum sem unnin eru í stóriðjunni. En nú er Norðurál á Grundartanga sakað um það að reyna að koma sér hjá því að greiða skatta hér á landi með einhverjum bellibrögðum eins og fram kom í Kastljósi í gær.