• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Útskrift úr stóriðjuskólanum í gær Útskriftarhópurinn
03
May

Útskrift úr stóriðjuskólanum í gær

Í kjarasamningum  VLFA við Norðurál árið 2011 var samið við forsvarsmenn fyrirtækisins um stóriðjuskóla fyrir starfsmenn þess en það hafði verið baráttumál starfsmanna um alllanga hríð. Grunnnám stóriðjuskólans er þrjár annir og gefur þeim starfsmönnum sem því ljúka launahækkun upp á 5%. Framhaldsnám skólans mun svo gefa 4% til viðbótar. Í stóriðjuskólanum öðlast starfsmenn aukna færni og þekkingu á lykilferlum við örugga og hagkvæma framleiðslu á áli. Þannig er það bæði hagur starfsmanna og fyrirtækisins að hafa þetta nám innan Norðuráls.

Í gær útskrifaðist fyrsti hópurinn úr stóriðjuskólanum en það var 31 starfsmaður sem lokið hafði grunnnáminu. Af því tilefni var glæsileg útskriftarathöfn haldin í Norðuráli og mega forsvarsmenn fyrirtækisins vera stoltir af allri umgjörð í kringum útskriftina enda skein mikil ánægja úr andlitum ústkriftarnema. Stjórn Verkalýðsfélags Akraness sendir þeim sem útskrifuðust í gær innilegar hamingjuóskir með þennan glæsilega áfanga.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image