• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Frambjóðendur Regnbogans í heimsókn á skrifstofu VLFA Regnboginn í heimsókn hjá VLFA
11
Apr

Frambjóðendur Regnbogans í heimsókn á skrifstofu VLFA

Á kaffistofu Verkalýðsfélags Akraness skapast oft fjörugar umræður og þar eru allir velkomnir sem vilja. Á þessum árstíma, þegar frambjóðendur ríða um héruð og heimsækja fyrirtæki til að kynna sig og sín málefni vill umræðan á kaffistofunni óneitanlega snúast um kosningarnar sem framundan eru. Ekki er verra þegar frambjóðendur líta við í kaffi og taka þátt í umræðunni eins og þeir gera gjarnan.

Í dag komu í heimsókn á skrifstofu félagsins frambjóðendur Regnbogans, en það er nýtt framboð sem býður fram á landsvísu. Það voru þau Jón Bjarnason, alþingismaður og fyrrv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Arnþrúður Heimisdóttir, tamningakona og kennari frá Langhúsum Fljótum sem litu við fyrr í dag og áttu gott spjall á kaffistofunni. Formaður félagsins notaði tækifærið og kom á framfæri við frambjóðendur að brýnasta hagsmunamál íslenskra heimila væri afnám verðtryggingar og leiðrétting þess forsendubrests sem hrunið olli. Um þetta hefur stjórn og trúnaðarráð Verkalýðsfélags Akraness ítrekað ályktað og hefur lagt fram slíkar ályktanir á öllum þingum og hvar sem því hefur verið við komið síðan árið 2008.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image