• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Gríðarlega jákvæðar fréttir - hvalveiðar hefjast að nýju Hvalveiðiskipið Hvalur 8
03
May

Gríðarlega jákvæðar fréttir - hvalveiðar hefjast að nýju

Gríðarlega jákvæð tíðindi bárust í dag hvað atvinnumál varðar en forstjóri Hvals hf tilkynnti að hvalveiðar og vinnsla myndu hefjast í sumar eftir 2 ára hlé. Það liggur fyrir að allt að 150 manns muni fá atvinnu tengda þessum veiðum sem skiptir gríðarlega miklu máli fyrir okkur Akurnesinga og nærsveitir og reyndar samfélagið í heild sinni. Það hefur verið slegist um að fá störf hjá Hval þegar vertíðin stendur yfir enda eru tekjumöguleikarnir umtalsverðir í ljósi þess að unnið er á sólarhringsvöktum yfir vertíðina. Sem dæmi voru meðallaun í vinnslunni yfir 700 þúsund krónur á vertíðunum árin 2009 og 2010 og þessar miklu tekjur skila sér svo sannarlega inn í samfélagið bæði hvað varðar útsvarstekjur fyrir sveitarfélögin og ekki síður hvað varðar verslun og þjónustu.

Þetta skiptir reyndar þjóðarbúið allt gríðarlega miklu máli enda er mikilvægt fyrir almenning í þessu landi að átta sig á því að við höldum úti okkar velferðarsamfélagi með því að skapa gjaldeyristekjur og það eru fyrirtæki eins og Hvalur sem svo sannarlega gera okkur kleift að halda hér úti löggæslu og öflugri heilsugæslu. Við þurfum fyrirtæki sem skapa íslenskri þjóð gjaldeyri og af þeirri ástæðu fagnar formaður VLFA því innilega að hvalveiðar muni hefjast að nýju í sumar. Formaður VLFA lítur á hvalveiðarnar sem vistvæna stóriðju enda eru eins og áður sagði uppundir 150 manns sem hafa atvinnu af þessari starfsemi yfir hávertíðina.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image