Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélag Akraness
Kt. 680269-6889
Til skrifstofunnar geta félagsmenn leitað eftir
upplýsingum og annarri aðstoð.
-
Þjóðbraut 1,
300 Akranes
-
Sími:
4309900
-
Netfang:
skrifstofa@vlfa.is
Afgreiðslutími
Mánudag-fimmtudag kl. 08:00-16:00 og föstudaga kl. 8:00-15:15. Utan afgreiðslutíma félagsins er hægt að ná í formann félagsins, Vilhjálm Birgisson, í síma 865-1294.
Nýjar fréttir
Ágreiningur um greiðslur á stórhátíðardögum hjá Norðuráli tekinn fyrir í Félagsdómi
Ágreiningur um greiðslu fyrir vinnu á stórhátíðardögum hjá Norðuráli var…
Formaður SGS og forseti ASÍ heimsóttu Drífanda stéttarfélag og kynntu sér atvinnulífið í Vestmannaeyjum
Formaður Starfsgreinasambands Íslands, Villi, ásamt Finnbirni Hermannssyni forseta ASÍ og…


Það er óhætt að segja að starfsmenn Samherja geti glaðst um þessar mundir í ljósi þess að fyrirtækið hefur nú tilkynnt starfsmönnum að það ætli enn eitt árið að greiða þeim jólaumbun sem nemur tæpum 400.000 krónum. Samherji hefur verið iðinn við að láta starfsmenn sína njóta góðrar afkomu fyrirtækisins á liðnum árum og hefur fyrirtækið nú greitt hverjum starfsmanni 810.000 krónur umfram þá kjarasamninga sem undirritaðir voru í maí í fyrra. Á síðustu 4 árum hefur fyrirtækið greitt hverjum starfsmanni upp undir 1,5 milljón umfram gildandi kjarasamninga.
Á síðasta föstudag skilaði hagsmunagæsla félagsins tæpum þremur milljónum til tveggja starfsmanna en þeim hafði verið sagt upp störfum og áttu ekki að fá greiddan umsaminn uppsagnarfrest. Eftir nokkura vikna baráttu tókst félaginu að fá fyrirtækið til að hverfa frá því að greiða þeim ekki áðurnefndan uppsagnarfrest enda voru hér umtalsverðir hagsmunir í húfi fyrir umrædda starfsmenn.

