• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
18
Dec

Verðtryggingarmálið verður þingfest strax eftir áramót

Því miður náðist ekki að þingfesta dómsmálið um ólögmæti verðtryggingarinnar fyrir jól eins og til stóð. Ástæðan er sú að málið er mjög yfirgripsmikið, en að höfðu samráði við lögmann þá var það sameiginleg niðurstaða að bíða með þingfestinguna þar til strax eftir áramót. Gerð stefnunnar er langt komin og mun hún verða þingfest að öllum líkindum þann 4. janúar næstkomandi.

Eins og áður hefur komið fram þá snýr stefnan að því hvort löglegt sé að lána flókna fjármálagerninga, svokallaðar afleiður, til einstaklinga og heimila eða hvort slíkt stangist á við MiFid reglurnar. Fjölmargir hafa styrkt málareksturinn, en eðli málsins samkvæmt er gríðarlega dýrt að fara með svona mál í gegnum bæði dómsstigin og er áætlað að kostnaðurinn verði á þriðju milljón króna. En sem betur fer hafa fjölmörg stéttarfélög og einstaklingar stutt Verkalýðsfélag Akraness í þessu  máli, en þau stéttarfélög sem hafa stutt félagið nú þegar eru:

  • Framsýn stéttarfélag
  • Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur
  • Sjómannafélag Íslands
  • Verkalýðsfélag Snæfellinga
  • Félag Málmtæknimanna Akureyri
  • Stéttarfélagið Samstaða
  • Verkalýðsfélag Grindarvíkur
  • Verkalýðsfélag Þórshafnar

Það er alveg ljóst að hér er um gríðarlega mikla hagsmuni að ræða fyrir skuldsett heimili þessa lands en eins og margoft hefur komið fram hér á heimasíðu félagsins þá hefur verðtryggingin leikið skuldsett hemili skelfilega á liðnum árum og áætlað er að skuldir heimilanna hafi hækkað um 400 milljarða frá 1. jan 2008 vegna hennar. Og á síðustu 12 mánuðum hafa verðtryggðar skuldir heimilanna hækkað um 60 milljarða króna.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image