• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
19
Nov

Fleiri stéttarfélög styrkja málarekstur VLFA

Nú hafa fimm stéttarfélög tilkynnt um þá ákvörðun að styrkja Verkalýðsfélag Akraness í málarekstrinum vegna hugsanlegs ólögmætis verðtryggingarinnar, en núna rétt fyrir helgi bættust Verkalýðsfélag Snæfellinga og Sjómannafélag Íslands í hóp þeirra sem munu að leggja málinu lið fjárhagslega. Sjómannafélag Íslands styrkti málið um 300.000 kr. Það er ekki bara að stéttarfélög hafi styrkt málið heldur hafa einstaklingar einnig lagt fé til málarekstursins en samtals hefur félagið fengið í styrki vegna málsins rétt rúma eina milljón króna og kann stjórn VLFA öllum þessum aðilum bestu þakkir fyrir. Þetta mun auðvelda félaginu mikið að fara í þennan málarekstur því það er alveg ljóst að umtalsverður kostnaður er við mál af þessu tagi.

Málið er nú í fullri vinnslu og er reiknað með að það verði þingfest fyrir jól, en það er hæstaréttarlögmaðurinn Björn Þorri Viktorsson sem rekur málið fyrir hönd félagsins.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image