• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
06
Dec

Við viljum ekki hafa verðtryggð jól

Barátta Verkalýðsfélags Akraness gegn verðtryggingunni hefur víða fengið hljómgrunn. Nú hefur hljómsveitin Grasasnar frá Borgarbyggð og sönghópurinn Stúkurnar frá Akranesi gefið út nýtt jólalag: (við viljum ekki hafa) Verðtryggð jól.

Í fréttatilkynningu vegna útgáfu lagsins segir: "Allir aðstendur lagsins og myndbandsins eru frá Vesturlandi og vilja með þessu verki sínu lýsa yfir samstöðu með Verkalýðsfélagi Akraness svo og Hagsmunasamtökum heimilanna  sem tekið hafa forystu og stefnt stjórnvöldum á grundvelli þess að lög um verðtryggingu séu ólögleg.  Flytjendur líta svo á verðtygging sé mannréttindabrot sem skapi óbærilega stöðu fyrir fjölskyldufólk og heimili í landinu. Með framlagi sínu vilja þeir leggja sitt litla lóð á vogarskálarnar í  von um að vekja fólk til umhugsunar og aðgerða gegn þessu séríslenska óréttlæti."

Verkalýðsfélag Akraness þakkar innilega fyrir þennan hljómfagra stuðning enda munar um hvert einasta lóð sem lagt er á vogarskálarnar gegn verðtryggingunni. Stuðningur sem þessi er algerlega ómetanlegur. Það er gaman að geta þess að ein úr sönghópnum Stúkurnar er starfsmaður á skrifstofu VLFA. Rétt í þessu var að berast myndband sem Friðþjófur Helgason hefur gert við lagið og er hægt að sjá það með því að smella hér.

Textinn með laginu er svohljóðandi:

Syngjum saman lítið lag um jólin,

saman skulum finna okkur skjól.

Syngjum hátt og snjallt, svo það heyrist út um allt.

Við viljum ekki hafa verðtryggð jól.

 

Þingmenn svíkja sannfæringu sína,

fjármagnsfurstar spinna flækjustig.

Leiðast hönd í hönd með belti og axlabönd

á meðan sigla heimili í slig.

 

Öfugsnúið réttlæti hér ríkir,

gjafirnar fá glæframenn og fól.

Fjölskyldanna lán, skuldaklafi og smán

Aftengjum vitlaus vísitölu tól.

 

Kominn tími til að opna  augun

blekkingarnar blasa öllum við.

Forsendan er falin og afleiðingin galin,

Koma svo, þetta þolir ekki bið. 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image