• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Formaður félagsins valinn Vestlendingur ársins 2012 Formaður félagsins með viðurkenninguna sem hann hlaut sem Vestlendingur ársins 2012. (Mynd: Skessuhorn)
28
Dec

Formaður félagsins valinn Vestlendingur ársins 2012

Formaður Verkalýðsfélags Akraness var valinn Vestlendingur ársins 2012 af lesendum héraðsblaðsins Skessuhorns en um 24 aðilar fengu tilnefningu og samkvæmt upplýsingum frá Skessuhorni fékk formaður félagsins langflest atkvæði.

Formaður Verkalýðsfélags Akraness lítur á þetta sem viðurkenningu fyrir þá miklu baráttu sem félagið hefur staðið í er lítur að hinum ýmsu hagsmunamálum fyrir íslenska launþega sem og skuldsett heimili. Verður þetta kjör að teljast nokkuð athyglisvert í ljósi þess að verkalýðshreyfingin hefur verið að mælast í svokölluðum ruslflokki slag í slag í þeim könnunum sem gerðar hafa verið enda hefur gríðarleg gjá verið á milli hins almenna félagsmanns innan ASÍ og forystu hreyfingarinnar. Þetta sýnir að sú stefna sem Verkalýðsfélag Akraness hefur tekið í til dæmis verðtryggingarmálum og leiðréttingu á skuldum heimilanna nýtur mikils stuðnings á meðal almennings í þessu landi. Einnig hefur barátta félagsins fyrir auknu lýðræði í lífeyrissjóðunum átt mikinn stuðning á meðal almennings og ugglaust hafa allir þessir þættir spilað saman þegar fólk hefur tekið ákvörðun um hvern skyldi kjósa í þessu kjöri um Vestlending ársins.

Formaður vill ítreka það að hann lítur á þetta sem viðurkenningu fyrir starfsmenn félagsins, stjórn þess og í raun og veru fyrir Verkalýðsfélag Akraness allt eins og það leggur sig.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image