• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Frambjóðendur Framsóknarflokks í heimsókn á skrifstofu félagsins Ásmundur Daði Einarsson og Elsa Lára Arnardóttir kíktu í kaffi á skrifstofu félagsins í dag
02
Apr

Frambjóðendur Framsóknarflokks í heimsókn á skrifstofu félagsins

Í ljósi þess að nú eru einungis 24 dagar í Alþingiskosningarnar eru frambjóðendur stjórnmálaflokkanna farnir að láta vel heyra í sér og eins og undanfarin ár þá koma þingmenn og frambjóðendur oft í heimsókn á skrifstofu Verkalýðsfélags Akraness. Að sjálfsögðu taka starfsmenn VLFA ávallt vel á móti öllum frambjóðendum sem óska eftir því að koma í heimsókn á skrifstofuna og var engin undantekning á því þegar frambjóðendur Framsóknarflokksins, þau Ásmundur Daði Einarsson og Elsa Lára Arnardóttir, litu við í kaffispjall fyrr í dag.

Það er alltaf gaman þegar frambjóðendur sjá sér fært að koma í heimsókn og eðli málsins samkvæmt voru komandi kosningar mikið til umræðu og m.a. kosningaloforð framsóknarmanna um að afnema verðtrygginguna og leiðrétta þann skelfilega forsendubrest sem heimilin urðu fyrir. Enda er það mat formanns og ályktun stjórnar og trúnaðarráðs félagsins, að áðurnefnd mál séu eitt brýnasta hagsmunamál sem íslensk alþýða stendur nú frammi fyrir.

Formaður á von á því að fleiri frambjóðendur muni koma í heimsókn á næstu dögum, enda er alltaf gaman að taka þátt í umræðu er lýtur að hagsmunum íslensks launafólks og íslenskrar alþýðu, enda reynir félagið að leggja sig í líma við að tryggja hagsmuni íslensks launafólks eins vel og kostur er og er óhrætt við að koma þeim skilaboðum á framfæri við verðandi þingmenn þessarar þjóðar.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image