• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
02
May

Vel heppnuð hátíðarhöld vegna 1. maí á Akranesi

Um 200 manns tóku þátt í hátíðarhöldum vegna 1. maí á Akranesi í gær. Dagskráin hófst með kröfugöngu kl. 14:00, og annaðist Skólahljómsveit Akraness hljóðfæraleik í göngunni af miklum myndarskap.

Að göngu lokinni safnaðist fólk saman á Kirkjubraut 40, þar sem hátíðar- og baráttufundur var settur. Vilhjálmur Birgisson, fundarstjóri, ávarpaði fundinn og kynnti ræðumann dagsins, Regínu Ásvaldsdóttur bæjarstjóra Akraness. Regína kom víða við í ræðu sinni, rifjaði upp hvað áunnist hefur í verkalýðsbaráttunni hér á landi og minntist þess hversu mikið fólk hefur lagt á sig aukalega frá hruni til að halda öllu gangandi, í þeirri von að það væri tímabundið. Nú, fimm árum síðar, væri komið að þolmörkum hjá mörgum starfsstéttum eftir viðvarandi niðurskurð og aðrar hagræðingar. Góður rómur var gerður að ræðu bæjarstjórans, og er hana að finna í heild sinni hér.

Milli ávarpa sá kvennatríóið Stúkurnar um tónlistarflutning og sungu þær nokkur lög. Að venju sameinuðust fundargestir í fjöldasöng í lok dagskrár og sungu Maístjörnuna og Internasjónalinn. Það var Lionsklúbburinn Eðna sem sá um glæsilegar kaffiveitingar sem fundargestum var boðið upp á að dagskrá lokinni.

Myndir frá hátíðarhöldunum eru komnar á heimasíðuna, og er þær að finna hér.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image