• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Fréttir

Fréttir

06
Aug

Laun vinnuskólabarna mismunandi eftir sveitarfélögum

Stéttarfélög innan Starfsgreinasambands Íslands hafa að undanförnu verið að gera samburð á launum hjá vinnuskólabörnum sem starfa hjá sveitarfélögum vítt og breitt um landið. 

Verkalýðsfélag Akraness gerði lauslega könnun á þeim launum sem 14, 15 og 16 ára börn og unglingar fá fyrir vinnuframlag sitt hjá Akraneskaupstað samanber unglinga hjá öðrum sveitarfélögum. Fram kemur í þessum könnunum að umtalsverður munur virðist vera þar á og ekki virðast vera sömu viðmiðanir þegar þessi laun eru reiknuð.

Við samanburð kemur ýmislegt fróðlegt í ljós, sérstaklega þegar stór sveitarfélög á borð við Reykjavík, Akureyri og Akranes eru borin saman við sveitarfélög á landsbyggðinni eins og má sjá í könnuninni. Vestfirsk sveitarfélög og sveitarfélög á Austurlandi koma almennt vel út í þessum samanburðartölum.

Mesta athygli hlýtur að vekja hve lág laun vinnuskólabarna eru hjá svo vel stæðum sveitarfélögum eins Reykjavík, Akureyri og Akranesi saman borið við þau sveitarfélög sem greiða hæstu launin.

16 ára unglingur sem starfar í vinnuskólanum hjá Ísafjarðabæ er með 702,16 kr á tímann en 16 ára unglingur sem starfar í vinnuskólanum hjá Akraneskaupstað er með 538 kr á tímann og munar hér 164 kr á tímann eða 30,5%.

Hægt er að skoða samanburðinn með því að smella á meira.
 

Til að finna út hlutfall af launum þá var miðað við kjarasamning sveitafélaga og SGS  launaflokkur 115 - 1 þrep, en þar eru grunnlaun kr. 126.857 ,- og  hlutfall dagvinnu er  0.615% eða kr. 780.17 pr/klst.


Eftirfarandi samanburður hefur verið gerður á launum ungmenna sem starfa hjá sveitarfélögum í vinnuskólum vítt og breitt um landið

 

Akranes

1992 -16 ára  538 kr           = 68,9%

1993- 15 ára  405 kr           = 51,9%

1994- 14 ára  361 kr           = 46,2%

                                meðalt. 55,6 %

Takmarkað við 7 klst. á dag. 

 

 

Vestfirðir

Ísafjörður.

1992 -16 ára  702,16 kr           = 90,0%

1993- 15 ára  585,13 kr           = 75,0%

1994- 14 ára  507,11 kr           = 65,0%

                                meðalt. 75,0 %

Takmarkað við 6 klst. á dag. 

Súðavík.

1992 -16 ára  702,16 kr           = 90,0%

1993- 15 ára  585,13 kr           = 75,0%

1994- 14 ára  507,11 kr           = 65,0%

                                meðalt. 75,0 %

Vesturbyggð

1992 -16 ára  735,-kr              = 94,2%

1993- 15 ára  537,-kr              = 73,4%

1994- 14 ára  422,-kr              = 54,0%

                                meðalt. 73,9%

Tálknafjörður

1992 -16 ára  735,-kr              = 94,2%

1993- 15 ára  537,-kr              = 73,4%

1994- 14 ára  422,-kr              = 54,0%

                                meðalt. 73,9%

Bolungavík

1992 -16 ára  585,-kr              = 75,0%

1993- 15 ára  507,-kr              = 65,0%

1994- 14 ára  430,-kr              = 55,1%

                                meðalt. 65,0%

Strandabyggð

1992 -16 ára  493,-kr              = 63,2%

1993- 15 ára  415,-kr              = 53,2%

1994- 14 ára  386,-kr              = 49,5%

                                meðalt. 55,3%

Reykhólar

1992 -16 ára  503,-kr              = 64,5%

1993- 15 ára  383,-kr              = 49,1%

1994- 14 ára  341,-kr              = 43,7%

                                meðalt. 52,4%

Þeir sem vinna með sláttuorf eru á 16 ára taxta.

Austurland

 

Fjarðabyggð

1992 -16 ára  705,72 kr           = 90,5%

1993- 15 ára  557,15 kr           = 71,4%

1994- 14 ára  482,86 kr           = 61,9%

                               meðalt.  74,6%

Seyðisfjörður

1992 -16 ára  632,-kr              = 81,0%

1993- 15 ára  527,-kr              = 67,5%

1994- 14 ára  457,-kr              = 58,6%

                               meðalt.  69,0%

Höfn

1992 -16 ára  638,60 kr           = 81,8%

1993- 15 ára  504,16 kr           = 64,6%

1994- 14 ára  436,94 kr           = 56,0%

                                meðalt. 67,5%

 

Eyjafjarðarsvæðið

 

 

Dalvík

1992 -16 ára  623,31 kr           = 79,9%

1993- 15 ára  456,51 kr           = 58,5%

1994- 14 ára  389,79 kr           = 50,0%

                                meðalt. 62,8%

Akureyri

1992 -16 ára  489,-kr              = 62,7%

1993- 15 ára  410,-kr              = 52,5%

1994- 14 ára  359,-kr              = 46,0%

                                meðalt. 53,7%

Fjallabyggð

1992 -16 ára  529-kr               = 67,8%

1993- 15 ára  381,-kr              = 48,8%

1994- 14 ára  327,-kr              = 41,9%

                                meðalt. 52,8%

Reykjavík

1992 -16 ára  486,-kr              = 62,3%

1993- 15 ára  366,-kr              = 46,9%

1994- 14 ára  325,-kr              = 41,6%

                                meðalt. 50,3%

 

Munur á hæsta og lægsta taxta 16 ára 

kr. 216,16  eða 44,5%

Munur á hæsta og lægsta taxta 15 ára 

kr. 219,13  eða 59,9%

Munur á hæsta og lægsta taxta 14 ára 

kr. 182,11  eða 56,0%

05
Aug

Innheimtumálum vegna vangoldinna launa fjölgar hjá félaginu

Það er ljóst að það er byrjað að þrengjast að í byggingariðnaðinum en nú er félagið að vinna í fjórum innheimtumálum fyrir félagsmenn sína vegna vangoldinna launa. Í öllum tilfellum er um að ræða verktaka af höfuðborgarsvæðinu sem hafa verið að starfa á félagssvæði VLFA. Það liggur fyrir að einhvað að þessum fjórum fyrirtækjum munu verða tekin til gjaldþrotaskipta vegna þeirra erfiðleika sem nú ríkja í þessari grein.

Heildarkrafan sem félagið mun þurfa að innheimta vegna þessara mála nemur vel á sjöttu milljón króna og ljóst að í einhverjum tilfellum munu starfsmenn umræddra fyrirtækja þurfa að bíða í allt að 6 -12 mánuði eftir því að fá laun sín greidd verði fyrirtækin tekin til gjaldþrotaskipta. En Ábyrgðarsjóður launa tryggir laun ef fyrirtækin verða tekin til gjaldþrotaskipta.

Því er ei að neita að formaður ber mikinn kvíðboga fyrir þeim vanda sem nú virðist steðja að byggingariðnaðinum og ljóst að erfiðlega gengur hjá verktökum og fyrirtækjum að fá fjármagn hjá lánastofnunum. Nú er bara að vona að sú efnahagsdýfa sem framundan er muni vara sem allra styst, en það er ljóst að atvinnuástandið hér á Akranesi væri alls ekki gott ef stóriðjunnar á Grundartanga nyti ekki við en þar hefur verið mikill upgangur á liðnum árum. 

29
Jul

Félagsmenn athugið !

Tjaldsvæðið að ÞórisstöðumTjaldsvæðið að ÞórisstöðumNú þegar mesta ferðamannahelgi ársins er framundan er rétt að minna félagsmenn enn og aftur á að Verkalýðsfélag Akraness hefur gert samning við Starfsmannafélag Íslenska járnblendifélagsins um frían aðgang að tjaldsvæðunum á Þórisstöðum.

Í samningum er kveðið á um að allir félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness, makar þeirra og börn upp að 16 ára aldri eigi frían aðgang að tjaldstæðum í landi Þórisstaða í Svínadal.  Auk þess er félagsmönnum VLFA heimilt að veiða í Geitabergsvatni, Þórisstaðavatni og Eyrarvatni.  Þessu til viðbótar mega félagsmenn VLFA spila golf á Þórisstöðum án endurgjalds.

Stjórn orlofssjóðs hvetur félagsmenn til að nýta sér þessa útivistarparadís sem aðstaðan á Þórisstöðum býður uppá enda geta fullgildir félagsmenn sparað sér umtalsverðan pening á því að nýta sér aðstöðuna á Þórisstöðum.  Rétt er að minna félagsmenn á að þeir þurfa að framvísa félagsskírteini þegar þeir nýta sér þjónustuna á Þórisstöðum. 

Hægt er sjá hvað er í boði á Þórisstöðum með því að smella hér.

24
Jul

Kjarasamningur við Landssamband smábátaeigenda

Þann 8. júlí sl. var undirritaður kjarasamningur milli Starfsgreinasambandsins og Landssambands smábátaeigenda, fyrir starfsfólk í ákvæðisvinnu við beitningu. Þetta er í fyrsta sinn sem samið er fyrir þennan hóp launafólks.

Með samningnum eru tryggð sambærileg réttindi og í kjarasamningi Starfsgreinasambandsins við Samtök atvinnulífsins.

Það er ljóst að með þessum samningi við Landsamband smábátaeigenda hafa hin ýmsu réttindi verð tryggð mun betur en áður var.

Töluverður hópur fólks hefur haft beitningu að atvinnu hér á Akranesi á undanförnum árum og áratugum og því fagnar félagið þessum samningi innilega. 

Samningurinn hefur verið samþykktur af báðum aðilum. Hægt er að nálgast samninginn hjá aðildarfélögunum og verður aðgengilegur hér á síðunni innan skamms.

23
Jul

Óskiljanleg afstaða stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Samband íslenskra sveitarfélagaSamband íslenskra sveitarfélagaEins og fram hefur komið hér á heimasíðunni þá samþykkti bæjarstjórn Akraness 13. maí sl. tillögu frá bæjarfulltrúanum Guðmundi Páli Jónssyni um að bæjarráð Akraneskaupstaðar skoði möguleika á að standa fyrir ráðstefnu á haustdögum um atvinnumál sjávarútvegsfyrirtækja og fyrirkomulag kvótamála í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Bréf barst bæjarráði Akraneskaupstaðar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 30.6.2008, þar sem tilkynnt er að sambandið sjái sér ekki fært að taka þátt í undirbúningi eða framkvæmd ráðstefnu um atvinnumál sjávarútvegsfyrirtækja og fyrirkomulag kvótamála, samkvæmt tillögu bæjarráðs Akraness frá 28. maí 2008.

Í bréfi frá stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga kemur fram að sambandið telji sér ekki fært að taka þátt í ráðstefnunni vegna þess að ráðstefnan snertir ekki öll sveitarfélög í landinu.  Fram kom í fundargerð Bæjarráðs Akraneskaupstaðar að það harmaði afstöðu Sambands íslenskra sveitarfélaga til tillögunar. 

Það verður að segjast alveg eins og er að þetta svar frá stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga um að sambandið sjái sér ekki fært að taka þátt í undirbúningi eða framkvæmd ráðstefnu um atvinnumál sjávarútvegsfyrirtækja og fyrirkomulag kvótamála er gjörsamlega óskiljanlegt.  Þessi afstaða sambandsins er óskiljanleg í ljósi þess að fjölmörgum sjávarútvegsplássum hefur nánast blætt út vegna þess að kvótinn hefur verið seldur úr byggðarlögunum.  Þessi afstaða sambandsins er sem blaut tuska framan í þá 500 einstaklinga sem misst hafa sitt lífsviðurværi við fiskvinnslu og sjósókn á undanförnum mánuðum og misserum vegna þess fyrirkomulags sem er hér við lýði í sjávarútvegsmálum. 

Rétt er að minna sveitarstjórnarmenn á að þeir eru kosnir af fólkinu í landinu og þeim ber skylda til að vinna að hagsmunum fólksins. Því er það afar undarlegt að stjórn sambandsins sjái sér ekki fært að taka þátt í ráðstefnu um þessi mál, ráðstefnu þar sem hægt hefði verið að fara yfir kosti og galla þess fiskveiðistjórnunarkerfis sem hér hefur verið við lýði á undanförnum áratugum. Einnig hefði verið hægt að krefjast þess af þeim sem fara með tímabundinn umráðarétt yfir auðlindum hafsins að þeir sýni samfélagslega ábyrgð. Á því hefur klárlega verið skortur á undanförnum árum. Þessi afstaða stjórnar sambandsins hlýtur að valda formanni hennar Halldóri Halldórssyni bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar vonbrigðum, sérstaklega í ljósi þess hvernig það fiskveiðistjórnunarkerfi sem nú er við lýði hefur leikið Vestfirði í heild sinni.

Það var eins og áður hefur komið fram Guðmundur Páll Jónsson bæjarfulltrúi sem lagði tillöguna fram.  Í máli Guðmundar Páls á sínum tíma kom fram að liðinn vetur hafi verið okkur Akurnesingum sérstaklega erfiður varðandi þróun í fiskvinnslu- og útgerðamálum.  Hann sagði einnig að almenning hér á Akranesi setti algjörlega hljóðan yfir þeirri þróun sem átt hefur sér stað í fiskvinnslumálum og átti hann við þann mikla samdrátt og uppsagnir sem átt hafa sér stað hjá HB Granda.

Í máli bæjarfulltrúans kom fram að ráðstefnuna yrði að halda í samvinnu eða á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga.  Á þeirri ráðstefnu vildi bæjarfulltrúinn að farið yrði yfir þær leikreglur sem gilda í íslenskum sjávarútvegi og í stjórnun fiskveiðistjórnunarkerfisins með tilliti til þeirra afleiðinga sem það hefur haft á byggðir landsins.

Guðmundur Páll vildi einnig að sveitarstjórnarmenn hefðu spurt sig á þessari ráðstefnu hvort þær leikreglur sem gilda í íslenskum sjávarútvegi í dag séu barn síns tíma og hvort þær þurfi ekki að vera með öðrum hætti en þær eru í dag.  Hann vildi að sveitarstjórnarstigið skoðaði á þessari ráðstefnu leikreglur fiskveiðistjórnunarkerfisins á hlutlausan og yfirvegaðan hátt með hagsmuni almennings sem í byggðunum býr og hafa búið að leiðarljósi.

Formaður félagsins fagnaði á sínum tíma því að bæjarstjórn Akraneskaupstaðar hefði haft frumkvæði að því að halda slíka ráðstefnu því það væri með öllu óþolandi hvernig það fiskveiðistjórnunarkerfi sem nú er við lýði hefur leikið þetta samfélag hér á Akranesi sem og aðrar byggðir þessa lands.  Þess vegna er þessi óskiljanlega afstaða stjórnar sambandsins grátleg.

Það er full ástæða til að kalla eftir nýjum leikreglum í íslenskum sjávarútvegi í ljósi þess að fjölda byggðarlaga hefur nánast blætt út vegna þess kerfis sem hér hefur verið í hart nær 24 ár.

21
Jul

Taka verður hart á ólöglegum mótmælaaðgerðum

Nú á þriðja tímanum í dag lokuðu 20 mótmælendur frá samtökunum Saving Iceland veginum niður á Grundartanga og hafa með því stöðvað umferð til og frá álverinu og Járnblendiverksmiðjunni.

Fólkið hefur hlekkjað sig saman og myndað vegartálma. Lögreglan á Akranesi er mætt á staðinn til að ræða við fólkið og fá það til að hætta aðgerðum sínum.

Saving Iceland hefur frá því aðgerðir hófust fyrir rúmri viku beitt kröftum sínum gegn Hellisheiðarvirkjun og byggingarframkvæmdum Norðuráls á lóð væntanlegs álvers í Helguvík. Nú beinast aðgerðirnar gegn Norðuráli og stóriðjustarfseminni á Grundartanga. Þess má geta að sami hópur mótmælti við Grundartanga í júlímánuði fyrir ári síðan.

Aðgerðir þessar eru með öllu óþolandi og Formaður spyr sig: hvernig geta það verið friðsamleg mótmæli að loka vegi með því hlekkja sig saman með það eitt að markmiði að starfsmenn Norðuráls og Íslenska járnblendifélagsins komist ekki til og frá vinnu?

Það liggur fyrir að starfsmenn stóriðjufyrirtækjanna á Grundartanga vinna langan og strangan vinnudag þannig að mótmæli af þessu tagi ógna hugsanlega öryggi starfsmanna.  Slík mótmæli eru með öllu ólíðandi og ber yfirvöldum að taka hart á slíkum mótmælum.

Formaður veltir öðru atriði fyrir sér: hvað með löggæslu í Borgarfirði á meðan slík ólögleg mótmæli eiga sér stað? Hvað ef alvarlegt slys hefði orðið t.d. uppá Holtavörðuheiði og stór hluti lögreglunnar í Borgarnesi að sinna ólöglegum mótmælaaðgerðum.  Fyrir einu ári síðan varð mjög alvarlegt banaslys hér í nágrenninu og í því slysi þurfti að sameina löggæslu frá Akranesi og Borgarnesi.

Það eru grundvallar mannréttindi að mega mótmæla, um það er ekki deilt. Hins vegar verða allir mótmælendur að fara eftir þeim lögum og reglum sem gilda hér á landi og mega ekki undir neinum kringumstæðum ógna öryggi annarra.  Þess vegna ber yfirvöldum að taka hart á þeim mótmælendum sem ekki virða lög og reglur hér á landi. 

17
Jul

Hækkun á álverði ætti að liðka til við komandi kjarasamningagerð

Álver Norðuráls á GrundartangaÁlver Norðuráls á GrundartangaEins og fram hefur komið í fréttum þá er álverð í sögulegu hámarki um þessar mundir. Í dag er tonnið af áli á 3200 dollara og hefur vart verið hærra áður.

Það er ljóst að þetta háa álverð mun auðvelda kjarasamningsgerð við álfyrirtækin en álverð hefur hækkað um rúm 80% frá því að gengið var frá síðasta kjarasamningi við Norðurál árið 2005. Hins vegar hafa laun hjá Norðuráli hækkað á sama tímabili um 43,9%.

Það er mat formanns félagsins að þetta jákvæða umhverfi í áliðnaðinum verði skýlaust notað við gerð næsta samnings enda eigum við Íslendingar að gera þá kröfu að þau stóriðjufyrirtæki sem fá hér ódýra raforku, land og þann mannauð sem við búum yfir, greiði sem hæstu launin.

Það er mat formanns Verkalýðsfélags Akraness að þegar verið er að ákveða hvaða stóriðjufyrirtæki fái orku hér á landi þá að vega og meta hvaða fyrirtæki eru tilbúin að greiða hvað hæstu launin og það fyrirtæki sem greiðir hæstu launin á að fá forgang að raforku hér á landi.

Það liggur fyrir að launamunur er á milli álfyrirtækjanna Alcan og Norðuráls og mun það vera skýlaus krafa í næstu samningum að þeim launamuni verði eytt.

15
Jul

Formaður VLFA tekur undir áhyggjur félagsmálaráðherra

Formaður Verkalýðsfélags Akraness tekur heils hugar undir áhyggjur Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra en hún óttast að staða skuldara versni á næstu mánuðum og vanskilin aukist vegna efnahagsástandsins.  Það er afar ánægjulegt að heyra að félagsmálaráðherra skuli skora á bankana að sýna fólki í fjárhagserfiðleikum skilning og koma til móts við það með greiðsluaðlögun.

Það er algerlega ljóst að þegar líður á haustið þá mun atvinnuleysi aukast til muna vegna þess efnahagsástands sem nú ríkir hér á landi.  Á þeirri forsendu er mjög mikilvægt eins og félagsmálaráðherra segir að bankarnir sýni fólki skilning í þeim greiðsluerfiðleikum sem samdráttur í atvinnulífinu leiðir af sér.

Það er einnig afar ánægjulegt að viðskiptaráðherra hyggist leggja fram frumvarp um greiðsluaðlögun fyrir fólk í fjárhagserfiðleikum. Greiðsluaðlögun gefur fólki möguleika á að vinna sig út úr fjárhagserfiðleikum án þess að missa eigur sínar og húsnæði í gjaldþroti. Gert er ráð fyrir að frumvarpið fækki gjaldþrotum einstaklinga um fimmtíu til sjötíu prósent. 

Félagsmálaráðherra vonast eftir breytingum í haust. Hún hvetur bankana til þess að fara að skoða hjá sér svokallaða frjálsa greiðsluaðlögun. Jóhanna segir í viðtali við vísir.is að bankarnir verði að vera liðlegir þegar kemur að því að fólk lendi í miklum vandræðum.

14
Jul

Sumar 2008 - Allar vikur bókaðar í orlofshúsum félagsins

Nú eru allar vikur sumarsins í orlofshúsum félagsins uppbókaðar. Ef marka má þann mikla fjölda fyrirspurna sem skrifstofu berast daglega í síma og í tölvupósti um lausar vikur þá er ljóst að aðsókn í orlofshúsin hefur sjaldan verið meiri. Hægt er að skrá sig á biðlista á skrifstofu og verður hringt í félagsmenn á listanum verði einhver forföll það sem eftir er orlofstímans.

Sumarleigan hefur gengið mjög vel fyrir sig og er einstaklega ánægjulegt hversu vel félagsmönnum líkar við þær breytingar sem gerðar voru í bústöðum félagsins í Svínadal og Hraunborgum. Þar var skipt um eldhúsinnréttingar og gólfefni í vor og er mikil bót að því fyrir dvalargesti húsanna. Einnig er fólk ánægt með framkvæmdir á Akureyri þar sem svalir voru stækkaðar síðastliðinn vetur við íbúðir félagsins í Furulundi.

Sumarleigu lýkur þann 5. september nk. og eftir þann tíma hefst helgarleiga á ný. Nú þegar er hægt að bóka lausar helgar vetrarins og eru þeir félagsmenn sem hafa áhuga á að njóta haustsins í orlofshúsum félagsins hvattir til að hafa samband við skrifstofu.

07
Jul

Greiðslur úr sjúkrasjóði félagsins munu hækka frá og með 1.ágúst nk

Stjórn sjúkrasjóðs Verkalýðsfélags Akraness kom saman til fundar á miðvikudaginn var.  Á fundinum var ákveðið að hækka styrki úr sjóðnum allverulega og munu hækkanirnar taka gildi frá og með 1.ágúst nk.

Þeir styrkir sem munu taka hækkunum frá með 1. ágúst eru til dæmis fæðingarstyrkur, styrkir til sjúkranudds, sjúkraþjálfunar, glasa- eða tæknifrjóvgunar, ættleiðingar, krabbameinsskoðana, gleraugna- og heyrnartækjakaupa og heilsueflingar.

Það er markmið stjórnar Verkalýðsfélags Akraness að bjóða uppá eins góða þjónustu fyrir sína félagsmenn og kostur er og eru þessar hækkanir á styrkveitingum úr sjúkrasjóði félagsins einn liður í þeirri vinnu.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image