Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélag Akraness
Kt. 680269-6889
Til skrifstofunnar geta félagsmenn leitað eftir
upplýsingum og annarri aðstoð.
-
Þjóðbraut 1,
300 Akranes
-
Sími:
4309900
-
Netfang:
skrifstofa@vlfa.is
Afgreiðslutími
Mánudag-fimmtudag kl. 08:00-16:00 og föstudaga kl. 8:00-15:15. Utan afgreiðslutíma félagsins er hægt að ná í formann félagsins, Vilhjálm Birgisson, í síma 865-1294.
Nýjar fréttir
Laun á Grundartangasvæðinu hækka um 6,21% 1. janúar 2026
Laun starfsfólks hjá Norðuráli, Elkem Ísland, Klafa og öðrum fyrirtækjum…
Verkalýðsfélag Akraness tapaði máli gegn Norðuráli um stórhátíðarálag – niðurstaðan vekur mikla undrun
Verkalýðsfélag Akraness (VLFA) höfðaði mál gegn Norðuráli fyrir Félagsdómi vegna…


Í morgun fór formaður félagsins í vinnustaðaheimsókn til Norðuráls. Tilefni heimsóknarinnar var að fara yfir það hvað Norðurál hefur verið að gera í hinum ýmsu málum er tengjast öryggi starfsmanna. Formaður fór í steypuskála og skautsmiðju þar sem honum var sýnt hvað gert hefur verið í öryggismálum á liðnum mánuðum.
Í gærkvöldi átti formaður félagsins fund með starfsmönnum á leikskólanum Akraseli. Á þeim fundi fór formaður yfir hin ýmsu réttindi er standa félagsmönnum Verkalýðsfélags Akraness til boða.
Eins og fram hefur komið í fréttum þá samþykkti bæjarráð Akraneskaupstaðar að skipa starfshóp með einum fulltrúa frá hverjum stjórnmálaflokki sem sæti á í bæjarstjórn, til að gera tillögu að umsögn um starfsleyfi fyrir Sementsverksmiðjuna á Akranesi. Bæjarritara var falið að vinna með starfshópnum og leiða starf hans.

