• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
22
Aug

Vilji fyrir eins árs kjarasamningi

Formaður félagsins fór í hefðbundna vinnustaðaheimsókn til starfsmanna Elkem Íslands á Grundartanga í morgun.  Einnig kíkti formaður á starfsmenn Klafa en þeir sjá um alla út- og uppskipun á Grundartangasvæðinu. 

Að sjálfsögðu voru komandi kjarasamningar aðallega ræddir en kjarasamningar hjá þessum fyrirtækjum verða lausir 1. desember nk. 

Fram kom í máli þeirra starfsmanna sem formaður ræddi við að þeir vilja gera skammtímasamning í eitt ár enda telja þeir að óvarlegt sé að gera langtímasamning í því ástandi sem ríkir í íslensku efnahagslífi.  Formaður er algerlega sammála þeim starfsmönnum sem hann ræddi við, því að gera lengri samning en til eins árs er algert glapræði þegar verðbólgan er tæp 14% og fá teikn á lofti um að hún sé að niðurleið.

Einnig kom fram hjá starfsmönnum að krafa um umtalsverða hækkun grunnlauna verði mjög hávær í komandi samningum enda hafa starfsmenn stóriðja setið töluvert eftir í því launaskriði sem verið hefur á hinum almenna vinnumarkaði á liðnum árum. 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image