• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
13
Aug

Fundað um vinnuslys hjá Norðuráli

Eftirfarandi frétt var unnin sameiginlega af formanni Verkalýðsfélags Akraness og æðstu stjórnendum Norðuráls:

Formaður Verkalýðsfélags Akraness átti ágætan og gagnlegan fund með stjórnendum Norðuráls þann 12. Ágúst.

Formaður VLFA fór yfir upplýsingar sem að mati félagsins gefa sterklega til kynna að verklag Norðuráls í slysatilfellum þarfnist endurskoðunar.

Norðurál upplýsti að verklagsreglur hafa verið eftirfarandi :

 

  • Ef starfsmaður er með vottorð frá lækni sem lýsir óvinnufærni með öllu er ekki leitast eftir því að starfsmaður hugleiði léttari störf.
  • Ef læknisvottorð segir að starfsmaður geti sinnt léttari störfum er reynt að bjóða viðkomandi starfsmanni tímabundna aðstöðu til þjálfunar eða léttari starfa.
  • Tilfelli geta komið upp þar sem fyrirtækið áskilur sér rétt til að fá álit trúnaðarlæknis, eins og algengt er á Íslandi og áskilið í kjarasamningi.

 

Fram kom á fundinum að æðstu stjórnendum Norðuráls er  ekki kunnugt um tilvik þar sem þessar starfsreglur hafi verið brotnar.  Upplýsingar þær sem Verkalýðsfélags Akraness lagði fram á fundinum  gefa til kynna atvik þar sem ekki hafi verið farið eftir þeim verklagsreglum sem í gildi eru.  Munu aðilar skoða þessi atvik nánar og  fara sameiginlega yfir hvert þeirra.

Frá upphafi hefur verið leitast eftir góðu sambandi milli aðila og eru bæði Norðurál og VLFA sammála um að gengið hafi vel að leysa þau mál sem upp hafa komið í gegnum tíðina.   Báðir aðilar telja mikilvægt að halda áfram að byggja upp árangursríkt samstarf VLFA og Norðuráls enda tryggi það best hagsmuni starfsmanna og félagsins.

Niðurlag fundarins voru eftirfarandi atriði sem aðilar ætla að vinna eins fljótt og auðið er:

 

  • VLFA mun leggja fram enn frekar upplýsingar um þau tilvik sem að mati félagsins þarfnast frekari skoðunar.
  • Norðurál mun fara yfir hvert tilvik og afla frekari upplýsinga.
  • Norðurál mun fara yfir  verklagsreglur með trúnaðarmönnum og verkalýðsfélögum með það að markmiði að aðilar komi sér saman um verklag og framkvæmd.
  • Þegar hefur verið ákveðið að halda ársfjórðungslega fundi aðila og eru aðilar sammála um mikilvægi þess að halda þeim áfram.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image