• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
27
Aug

Starfsleyfi Sementsverksmiðjunnar

Eins og fram hefur komið í fréttum þá samþykkti bæjarráð Akraneskaupstaðar að skipa starfshóp með einum fulltrúa frá hverjum stjórnmálaflokki sem sæti á í bæjarstjórn, til að gera tillögu að umsögn um starfsleyfi fyrir Sementsverksmiðjuna á Akranesi. Bæjarritara var falið að vinna með starfshópnum og leiða starf hans.

Eins og komið hefur fram lagðist umhverfisnefnd bæjarins gegn því að drög að starfsleyfi fyrir verksmiðjuna yrðu samþykkt óbreytt.

Í þeim drögum sem nú liggja fyrir er m.a. gert ráð fyrir að Sementsverksmiðjan hafi heimild til að forvinna 25 þúsund tonn af föstum flokkuðum úrgangi til brennslu í gjallofni verksmiðjunnar og er gert ráð fyrir að starfsleyfið gildi til ársins 2024. 

Eins og fram hefur komið í fréttum að undanförnu þá er umtalsverð andstaða við þessa ósk um breytingu á starfsleyfi Sementsverksmiðjunnar.  Forsvarsmenn Sementsverksmiðjunnar hafa skrifað grein inná heimasíðu fyrirtækisins þar sem fram kemur að nokkurs misskilnings hefur gætt í umræðu um nýtt starfsleyfi fyrir Sementsverksmiðjuna á Akranesi. 

Formaður Verkalýðsfélags Akraness fagnar því að bæjarráð ætli að skipa starfshóp til að gera tillögu að umsögn um starfsleyfi fyrir Sementsverksmiðjuna á Akranesi þar sem farið verður yfir málið af yfirvegun og með hagsmuni allra að leiðarljósi, m.a. bæjarbúa, starfsmanna og eigenda verksmiðjunnar.  Það liggur fyrir að Sementsverksmiðjan hefur í fimmtíu ár kappkostað að starfa í sátt við íbúa Akraness og umhverfið.  Það er afar mikilvægt að svo verði áfram. 

Hægt er að lesa grein um málið sem birtist á vef Sementsverksmiðjunnar með því að smella á sement.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image