• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Innheimtumálum vegna vangoldinna launa fjölgar hjá félaginu Myndefnið tengist fréttinni ekki beint
05
Aug

Innheimtumálum vegna vangoldinna launa fjölgar hjá félaginu

Það er ljóst að það er byrjað að þrengjast að í byggingariðnaðinum en nú er félagið að vinna í fjórum innheimtumálum fyrir félagsmenn sína vegna vangoldinna launa. Í öllum tilfellum er um að ræða verktaka af höfuðborgarsvæðinu sem hafa verið að starfa á félagssvæði VLFA. Það liggur fyrir að einhvað að þessum fjórum fyrirtækjum munu verða tekin til gjaldþrotaskipta vegna þeirra erfiðleika sem nú ríkja í þessari grein.

Heildarkrafan sem félagið mun þurfa að innheimta vegna þessara mála nemur vel á sjöttu milljón króna og ljóst að í einhverjum tilfellum munu starfsmenn umræddra fyrirtækja þurfa að bíða í allt að 6 -12 mánuði eftir því að fá laun sín greidd verði fyrirtækin tekin til gjaldþrotaskipta. En Ábyrgðarsjóður launa tryggir laun ef fyrirtækin verða tekin til gjaldþrotaskipta.

Því er ei að neita að formaður ber mikinn kvíðboga fyrir þeim vanda sem nú virðist steðja að byggingariðnaðinum og ljóst að erfiðlega gengur hjá verktökum og fyrirtækjum að fá fjármagn hjá lánastofnunum. Nú er bara að vona að sú efnahagsdýfa sem framundan er muni vara sem allra styst, en það er ljóst að atvinnuástandið hér á Akranesi væri alls ekki gott ef stóriðjunnar á Grundartanga nyti ekki við en þar hefur verið mikill upgangur á liðnum árum. 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image