• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
29
Sep

Ábyrgð hvað?

Það er óhætt að segja að forseti Alþýðusambands Íslands hafi rétt fyrir sér þegar hann talar um að bankarnir hafi farið of geyst í útrás á liðnum árum. En eins og fram hefur komið í fréttum þá hefur ríkið nú eignast 75% í Glitni með því að leggja bankanum til nýtt hlutafé sem nemur 84 milljörðum.

Margir hafa á undanförnum árum verið undrandi á þeim ofurlaunum sem tíðkast hafa hjá æðstu stjórnendum bankanna og nægir að nefna að þegar Lárus Welding kom til starfa hjá Glitni þá fékk hann 300 milljónir fyrir það eitt að hefja störf þar. Hægt að lesa hér.

Einnig hefur fyrrverandi forstjóri, Bjarni Ármannsson hagnast gríðarlega á kaupréttarsamningum hjá Glitni eins og sjá má í þessari frétt. Reyndar verður fróðlegt að vita hversu mikið Bjarni Ármansson hefur hagnast á kaupréttarsamningum vegna Glitnis sérstaklega í ljósi nýrra atburða.

Ávalt er talað um þegar ofurlaun bankastjóra ber á góma sú mikla ábyrgð sem þeir bera og fróðlegt verður að sjá hver ábyrgð núverandi bankastjóra er. Núna blasir við að það eru almennir skattgreiðendur í þessu landi sem þurfa að bera ábyrgð. Það er morgunljóst að það er ekki hægt að horfa upp á þau ofurlaun sem þessir aðilar hafa sópað til sín og þegar á reynir þá beri þeir litla sem enga ábyrgð.

Samkvæmt tekjublaði frjálsrar verslunar kom t.a.m. fram að forstjóri eins af viðskiptabönkunum var með 64 milljónir í mánaðarlaun, það er því sorglegt fyrir íslenska skattgreiðendur að þurfa að horfa upp á það að koma einum þessara banka til hjálpar.

En að sjálfsögðu er því miður ekkert annað í stöðunni, því ella hefðu sparifjáreigendur hugsanlega tapað sínu sparifé.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image