• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
21
Oct

Mikið annríki á skrifstofu vegna efnahagsástandsins

Annríki er mikið á skrifstofu félagsins þessa dagana, og mikið um að félagsmenn leiti til skrifstofu með ýmsar fyrirspurnir og vandamál sem rekja má til þess ástands sem nú hefur skapast í íslensku efnahags- og atvinnulífi. Töluvert er um að félagsmenn vilji kanna réttarstöðu sína gagnvart atvinnurekanda sínum, en einnig snúast fyrirspurnir um atriði tengd efnahagsástandinu.

Vegna þessa hefur verið safnað saman upplýsingum tengdum þessu undir nýjum hnappi hér hægra megin á síðunni merktum "Efnahagsástandið". Upplýsingar á þeirri síðu eru að mestu frá Alþýðusambandi Íslands sem hefur útbúið nokkur upplýsingarit með gagnlegum upplýsingum. Þessi síða verður uppfærð eftir þörfum.

Stjórn og starfsfólk Verkalýðsfélags Akraness hvetur félagsmenn til að vera vakandi yfir rétti sínum, og hika ekki við að hafa samband þurfi þeir á aðstoð eða ráðgjöf að halda.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image