• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
01
Oct

Umgengni orlofshúsa

Að gefnu tilefni vill stjórn orlofssjóðs minna félagsmenn á að ganga vel um orlofshús félagsins. Að öllu jöfnu er frágangur leigutaka til fyrirmyndar en að undanförnu hefur því miður borið á slæmri umgengni í húsum félagsins.

T.a.m. var nýverið skilið þannig við eitt húsanna að það var nánast óíbúðarhæft sökum skemmdarverka, óhreinininda og rusls innan- og utandyra. Þó var verst að í þeim gleðskap sem þarna hafði greinilega staðið yfir hafði einhver tekið upp á því að tæma slökkvitæki sem þar hékk upp á vegg, og síðan hengt það aftur upp að því loknu svo það leit út fyrir að vera óhreyft. Það er óþarft að taka fram þvílík hætta þarna hefði getað skapast ef þetta hefði ekki komist upp strax og ekki hægt að hugsa þá hugsun til enda hefði komið upp eldur í húsinu seinna meir og dvalargestir gripið í tómt slökkvitæki. Hvað er fólk að hugsa sem gerir svona lagað?

Í öllum tilfellum ber leigutaki ábyrgð á húsinu og öllum búnaði þess á meðan á leigu stendur og skuldbindur sig til að bæta það tjón sem kann að verða af hans völdum eða þeirra sem þar kunna að dvelja á hans vegum. Stjórn orlofssjóðs vill vara félagsmenn við því að framselja leigu til þriðja aðila því ábyrgðin er alltaf félagsmannsins.

Orlofshúsin eru sameign allra félagsmanna, og skorar stjórn orlofssjóðs á félagsmenn að hafa það í huga þegar þeir nota húsin. Einnig er ágætt að muna að skilja við húsin eins og þeir sjálfir vildu koma að þeim.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image