• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
24
Oct

Fundur boðaður með bæjaryfirvöldum

Verkalýðsfélag Akraness óskaði eftir því við bæjaryfirvöld að boðað yrði til fundar vegna þeirrar grafalvarlegu stöðu sem upp er komin í íslensku efnahags- og atvinnulífi. Á þeim fundi yrði farið yfir þau úrræði sem tiltæk eru.

Verkalýðsfélag Akraness hafði hug á því að einnig yrðu boðaðir til fundarins Guðjón Brjánsson frá heilsugæslunni, fulltrúi frá Rauða Krossi íslands, séra Eðvarð Ingólfsson og Sigurður Sigursteinsson frá endurhæfingarmiðstöðinni Hver.

Bæjaryfirvöld brugðust fljótt við þessari beiðni félagsins og hafa boðað til fundar í bæjarþingsalnum kl. 14:30 á þriðjudaginn kemur þar sem farið verður yfir þau alvarlegu tíðindi sem nú blasa við í íslensku atvinnulífi. Telur formaður félagsins mjög mikilvægt að áðurnefndir aðilar samnýti krafta sína í þeirri vinnu sem framundan er vegna samdráttar í atvinnulífinu og verði tilbúnir að takast á við það verkefni.

Athygli er vakin á því að hér á heimasíðunni er að finna ýmsar upplýsingar vegna efnahagsástandsins undir svo merktum hnappi hér til hægri á síðunni.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image