• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
25
Oct

Ársfundi ASÍ lauk í gær

VLFA þakkar Grétari Þorsteinssyni fyrir gott samstarfVLFA þakkar Grétari Þorsteinssyni fyrir gott samstarfí gær lauk ársfundi Alþýðsambands Íslands. Yfirskrift fundarins bar heitið Áfram Ísland - fyrir ungt fólk og framtíðina.  Verkalýðsfélag Akraness átti fimm fulltrúa á fundinum.

Kosið var um nýjan forseta ASÍ en fyrir lá að Grétar Þorsteinsson myndi ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu sem forseti ASÍ. Gylfi Arnbjörnsson framkvæmdastjóri ASÍ og Ingibjörg R. Guðmundsdóttir varaforseti ASÍ buðu sig fram til forseta og bar Gylfi sigurorð í þeirri kosningu.

Gylfi Arnbjörnsson nýkjörinn forseti Alþýðusambandsins sagðist árétta fyrirheit sín um að efla samstöðu og samheldni innan verkalýðshreyfingarinnar, þegar hann sleit 8. ársfundi ASÍ síðdegis. Hann sagðist hafa staðfasta trú á því að með samstöðunni muni verkalýðshreyfingunni takast að vinna sig í gegnum þrengingarnar, fyrir ungt fólk og framtíðina. Í lok fundarins var Grétar Þorsteinsson fráfarandi forseti ASÍ ákaft hylltur fyrir frábær störf í þágu verkalýðshreyfingarinnar.

Stjórn Verkalýðsfélag Akraness vill þakka Grétari Þorsteinssyni kærlega fyrir mjög gott samstarf á liðnum árum og óskar honum velfarnaðar á komandi árum.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image