Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélag Akraness
Kt. 680269-6889
Til skrifstofunnar geta félagsmenn leitað eftir
upplýsingum og annarri aðstoð.
-
Þjóðbraut 1,
300 Akranes
-
Sími:
4309900
-
Netfang:
skrifstofa@vlfa.is
Afgreiðslutími
Mánudag-fimmtudag kl. 08:00-16:00 og föstudaga kl. 8:00-15:15. Utan afgreiðslutíma félagsins er hægt að ná í formann félagsins, Vilhjálm Birgisson, í síma 865-1294.
Nýjar fréttir
Laun á Grundartangasvæðinu hækka um 6,21% 1. janúar 2026
Laun starfsfólks hjá Norðuráli, Elkem Ísland, Klafa og öðrum fyrirtækjum…
Verkalýðsfélag Akraness tapaði máli gegn Norðuráli um stórhátíðarálag – niðurstaðan vekur mikla undrun
Verkalýðsfélag Akraness (VLFA) höfðaði mál gegn Norðuráli fyrir Félagsdómi vegna…


Á morgun verður samningafundur hjá ríkissáttasemjara vegna kjarasamnings Norðuráls og hefst fundurinn klukkan 13 en samninganefnd stéttarfélaganna ætlar hins vegar að hittast á fundi í fyrramálið til að vega og meta endanlega það tilboð sem forsvarsmenn Norðuráls lögðu fram á síðasta fundi.
Rétt í þessu var að ljúka samningafundi hjá ríkissáttasemjara vegna kjarasamnings Norðuráls. Á fundinum lögðu forsvarsmenn Norðuráls fram heildstætt tilboð sem nú er til skoðunar hjá samninganefnd stéttarfélaganna og óskaði ríkissáttasemjari eftir því að ekki yrði fjallað um innihald tilboðsins að svo stöddu opinberlega.
Í gær var haldinn enn einn fundurinn hjá Ríkissáttasemjara til lausnar á kjaradeilu vegna starfsmanna Norðuráls. Það er mat formanns að lítið hafi þokast áfram hvað varðar aðalmálið sem er launaliðurinn. Vissulega er verið að skoða önnur ágreiningsatriði og reynt að finna lausn á þeim.
Í gær var haldinn fundur um skipulagsmál Alþýðusambands Íslands á Hótel Hamri, en Alþýðusamband Íslands stendur nú fyrir fundarherferð þar sem fundað er með öllum aðildarfélögum ASÍ um skipulagsmál.
Í dag kl. 14:00 verður haldinn fundur hjá ríkissáttasemjara vegna kjarasamnings Norðuráls, en þetta er þriðji sáttafundurinn sem haldinn er undir handleiðslu sáttasemjara.
Samninganefnd stéttarfélaganna og forsvarsmenn Norðuráls munu funda í dag kl. 13 í húsakynnum ríkissáttasemjara vegna kjaradeilu um nýjan kjarasamning Norðuráls. Þetta er annar fundurinn sem haldinn er undir stjórn ríkissáttasemjara.