• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Starfsmenn Norðuráls vilja láta kjósa um verkfallsheimild Frá fundinum í gær
30
Mar

Starfsmenn Norðuráls vilja láta kjósa um verkfallsheimild

Samninganefnd stéttarfélaganna stóð fyrir fundi í gær með starfsmönnum Norðuráls þar sem þeim var kynnt staðan í kjaradeilu við forsvarsmenn Norðuráls.

Það er skemmst frá því að segja að frábær mæting var á fundinn en rúmlega tvö hundruð manns mættu og greinilegt var að það ríkir mikil samstaða á meðal starfsmanna að ná fram jöfnun launa á við sambærilegar verksmiðjur. Formaður samninganefndar fór yfir stöðuna lið fyrir lið, kynnti launasamanburð sem gerður hefur verið og þær meginkröfur sem samninganefnd heldur á lofti.

Það kom skýrt fram hjá formanni samninganefndar að það ber gríðarlega mikið á milli samningsaðila ennþá og á þeirri forsendu hafi ríkissáttasemjari tekið ákvörðun um að hvíla þessar viðræður til 6. apríl næstkomandi. En eins og margoft hefur komið fram hér á heimasíðunni þá er krafa stéttarfélaganna einfaldlega sú að laun starfsmanna Norðuráls verði jöfnuð við laun Alcan í Straumsvík. Í þessum samanburði sem kynntur var í gær á fundinum kemur fram að í sumum tilfellum munar tugum þúsunda á mánuði þegar borið er saman einingaverð.

Það er ljóst að það var töluverður hiti í starfsmönnum og kom tillaga frá þeim að stéttarfélögin létu kjósa um verkfallsheimild á meðal starfsmanna. Það er mat formanns Verkalýðsfélags Akraness sem jafnframt er formaður samninganefndar að stéttarfélögunum beri að fara eftir þessari kröfu starfsmanna og hefur hann nú þegar kallað samninganefnd saman til fundar í fyrramálið þar sem undirbúningur að verkfallsheimild verður hafinn.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image