Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélag Akraness
Kt. 680269-6889
Til skrifstofunnar geta félagsmenn leitað eftir
upplýsingum og annarri aðstoð.
-
Þjóðbraut 1,
300 Akranes
-
Sími:
4309900
-
Netfang:
skrifstofa@vlfa.is
Afgreiðslutími
Mánudag-fimmtudag kl. 08:00-16:00 og föstudaga kl. 8:00-15:15. Utan afgreiðslutíma félagsins er hægt að ná í formann félagsins, Vilhjálm Birgisson, í síma 865-1294.
Nýjar fréttir
Laun á Grundartangasvæðinu hækka um 6,21% 1. janúar 2026
Laun starfsfólks hjá Norðuráli, Elkem Ísland, Klafa og öðrum fyrirtækjum…
Verkalýðsfélag Akraness tapaði máli gegn Norðuráli um stórhátíðarálag – niðurstaðan vekur mikla undrun
Verkalýðsfélag Akraness (VLFA) höfðaði mál gegn Norðuráli fyrir Félagsdómi vegna…


Starfsemi Sementsverksmiðjunnar á Akranesi hefur verið tryggð með nýju hlutafé frá Björgun ehf. og norska sementsframleiðandanum Norcem AS og fjárhagslegri endurskipulagningu með aðkomu Arion banka og Lýsingar. Björgun og Norcem leggja strax fram 120 milljónir króna sem nýtt hlutafé og verða fyrirtækin aðaleigendur verksmiðjunnar. Björgun og Norcem skuldbinda sig einnig til þess að leggja allt að 50 milljónum króna viðbótahlutafé til verksmiðjunnar síðar á árinu.
Talningu atkvæða um nýjan kjarasamning Norðuráls lauk rétt í þessu. Það er óhætt að segja að samningurinn hafi fallið í góðan jarðveg hjá starfsmönnum en 85,4% greiddra atkvæða sögðu já við samningnum.
Formaður félagsins hefur verið að kynna nýgerðan kjarasamning fyrir starfsmönnum Norðuráls og hófust kynningarnar kl. 6 að morgni sumardagsins fyrsta og stóðu nánast samfleytt til 22 um kvöldið. Kynningarnar eru nú orðnar tíu samtals. Nú þegar er búið að kynna samninginn fyrir yfir 60% af starfsmönnum. Restin af kynningunum mun fara fram á mánudag og þriðjudag en hægt verður að kjósa um samninginn til kl. 12 á hádegi miðvikudaginn 28. apríl.
Stjórnir og starfsfólk Verkalýðsfélags Akraness óska félagsmönnum öllum nær og fjær gleðilegs sumars, með þökk fyrir liðinn vetur.
Klukkan 1 í nótt var undirritaður nýr kjarasamningur fyrir starfsmenn Norðuráls en þá hafði fundur staðið yfir samfleytt í tæpa 15 klukkutíma.