• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
14
May

Hásetahluturinn 5,3 milljónir fyrir 62 daga

Það er óhætt að segja að grásleppuvertíðin hér á Akranesi í ár sé ein sú besta í manna minnum.  Sem dæmi þá hafa þeir félagar Eiður Ólafsson og Kristófer Jónsson á Ísaki Ak 67 fiskað 29,3 tonn af grásleppuhrognum en þeir luku vertíðinni fyrir fáeinum dögum síðan. Þeir félagar á Keili Ak eru einnig að ljúka sinni vertíð en þeir klára sína 62 daga 16. maí og er afli hjá Keilismönnum einnig í kringum 30 tonn sem er frábært. Rétt er að geta þess að vertíðin hjá hverjum grásleppubát er einungis í 62 daga og að fá tæp 30 tonn á þeim dögum er glæsilegur árangur eins og áður sagði.

Það er ekki bara að veiðin hafi verið góð heldur var verðið á grásleppuhrognum í sögulegu hámarki í ár en um 1000 kr. fengust fyrir kílóið upp úr sjó.  Því má áætla að aflaverðmetið sé um 30 milljónir hjá þeim félögum á Ísaki og hásetahluturinn því nálægt 5,3 milljónum fyrir vertíðina sem stóð í 62 daga.  Það hefur áður komið fram hér á heimasíðunni að hér eru á ferðinni miklir jaxlar til sjós og það liggur mikil vinna að baki þessum tekjum.

Þeir félagar á Keili og Ísaki Ak eru félagsmenn í sjómannadeild Verklýðsfélags Akraness og vill félagið óska þeim til hamingju með glæsilega vertíð og að skapa um leið umtalsverðar gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið sem ekki veitir af um þessar mundir. 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image