• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
30
Apr

Starfsemi Sementsverksmiðjunnar tryggð

Starfsemi Sementsverksmiðjunnar á Akranesi hefur verið tryggð með nýju hlutafé frá Björgun ehf. og norska sementsframleiðandanum Norcem AS og fjárhagslegri endurskipulagningu með aðkomu Arion banka og Lýsingar. Björgun og Norcem leggja strax fram 120 milljónir króna sem nýtt hlutafé og verða fyrirtækin aðaleigendur verksmiðjunnar. Björgun og Norcem skuldbinda sig einnig til þess að leggja allt að 50 milljónum króna viðbótahlutafé til verksmiðjunnar síðar á árinu.

Mikill samdráttur hefur orðið í byggingariðnaði frá hruni bankanna. Rekstur Sementsverksmiðjunnar hefur því verið afar erfiður. Nýtt hlutafé tryggir áframhaldandi sementsframleiðslu á Íslandi og ver þau 130 störf sem verksmiðjan skapar. Áætlanir stjórnenda verksmiðjunnar gera ráð fyrir því að sementsframleiðsla

aukist á ný árið 2012.

Verkalýðsfélag Akraness fagnar því innilega að tekist hafi að tryggja nýtt hlutafé og þar með að varðveita fjölda starfa tengdum verksmiðjunni.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image