• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
23
Apr

Kynningar á kjarasamningi ganga mjög vel

Formaður félagsins hefur verið að kynna nýgerðan kjarasamning fyrir starfsmönnum Norðuráls og hófust kynningarnar kl. 6 að morgni sumardagsins fyrsta og stóðu nánast samfleytt til 22 um kvöldið. Kynningarnar eru nú orðnar tíu samtals. Nú þegar er búið að kynna samninginn fyrir yfir 60% af starfsmönnum. Restin af kynningunum mun fara fram á mánudag og þriðjudag en hægt verður að kjósa um samninginn til kl. 12 á hádegi miðvikudaginn 28. apríl.

Almennt virðast þeir starfsmenn sem hafa hlýtt á þær kynningar sem lokið er vera ánægðir með innihald samningsins. Það má kannski segja að það sé ekkert skrýtið í ljósi þeirra staðreyndar að meginmarkmið stéttarfélaganna náðust fram í þessum samningi. Laun starfsmanna eru að hækka umtalsvert í þessum samningi en almennt eru starfsmenn í vaktavinnu að hækka frá 30 þúsund krónum upp í 34 þúsund krónur á mánuði. Einnig var samið um eingreiðslu upp á 150 þúsund krónur og samningurinn gildir frá 1. janúar 2010 sem gerir það að verkum að verði samningurinn samþykktur getur starfsmaður með 3 ára starfsreynslu í kerskála átt von á endurgreiðslu sem nemur tæpum 300 þúsund krónum um miðjan maí.

Síðan má ekki gleyma einu stóru atriði sem náðist fram sem er verkfallsréttur en slíkan rétt hafa starfsmenn ekki haft frá því að verksmiðjan var byggð 1998.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image