Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélag Akraness
Kt. 680269-6889
Til skrifstofunnar geta félagsmenn leitað eftir
upplýsingum og annarri aðstoð.
-
Þjóðbraut 1,
300 Akranes
-
Sími:
4309900
-
Netfang:
skrifstofa@vlfa.is
Afgreiðslutími
Mánudag-fimmtudag kl. 08:00-16:00 og föstudaga kl. 8:00-15:15. Utan afgreiðslutíma félagsins er hægt að ná í formann félagsins, Vilhjálm Birgisson, í síma 865-1294.
Nýjar fréttir
Laun á Grundartangasvæðinu hækka um 6,21% 1. janúar 2026
Laun starfsfólks hjá Norðuráli, Elkem Ísland, Klafa og öðrum fyrirtækjum…
Verkalýðsfélag Akraness tapaði máli gegn Norðuráli um stórhátíðarálag – niðurstaðan vekur mikla undrun
Verkalýðsfélag Akraness (VLFA) höfðaði mál gegn Norðuráli fyrir Félagsdómi vegna…


Í gær var haldinn formannafundur hjá Alþýðusambandi Íslands en dagskrá fundarins byggðist á eftirfarandi málefnum: Efnahagsmál og komandi kjarasamningar, skipulagsmál ASÍ og stefnumótun ASÍ í lífeyrismálum. Formaður tók til máls undir liðnum efnahags- og kjaramál og einnig varðandi stefnumörkun í lífeyrissjóðsmálum.
Það er óhætt að segja að grásleppuvertíðin hér á Akranesi í ár sé ein sú besta í manna minnum. Sem dæmi þá hafa þeir félagar Eiður Ólafsson og Kristófer Jónsson á Ísaki Ak 67 fiskað 29,3 tonn af grásleppuhrognum en þeir luku vertíðinni fyrir fáeinum dögum síðan. Þeir félagar á Keili Ak eru einnig að ljúka sinni vertíð en þeir klára sína 62 daga 16. maí og er afli hjá Keilismönnum einnig í kringum 30 tonn sem er frábært. Rétt er að geta þess að vertíðin hjá hverjum grásleppubát er einungis í 62 daga og að fá tæp 30 tonn á þeim dögum er glæsilegur árangur eins og áður sagði.

Þær voru ótrúlegar fréttirnar í gær sem lutu að því að stjórn Seðlabankans undir forystu Láru V. Júlíusdóttur væri að íhuga að hækka laun seðlabankastjóra um allt að 400 þúsund krónur á mánuði. Það er alveg með ólíkindum ef þessari vitfirringu sem hefur átt sér stað í íslensku samfélagi ætlar ekki að fara að linna.