• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Tveir merkir sjómenn heiðraðir í gær Minningarathöfn um týnda sjómenn frá því í fyrra
07
Jun

Tveir merkir sjómenn heiðraðir í gær

Í hátíðarguðsþjónustu í Akraneskirkju í gær voru heiðraðir merkismenn í tilefni sjómannadagsins. Þeir sem heiðraðir voru eru þeir Sigurður Jóhannsson fyrrv. bátsmaður og Böðvar Þorvaldsson fyrrv. stýrimaður.

Að heiðruninni lokinni var gengið fylktu liði að minnismerki sjómanna á Akratorgi þar sem Jóhann Matthíasson formaður Sjómannadeildar Verkalýðsfélags Akraness lagði blómsveig að því eftir stutta athöfn.

Það er Verkalýðsfélag Akraness sem stendur að þessari athöfn er lýtur að heiðrun sjómanna, minningarathöfninni um týnda sjómenn og athöfninni sem fram fer á Akratorgi þar sem blómsveigur er lagður að minnisvarða um látna sjómenn.

Akraneskaupstaður bauð síðan þeim sem heiðraðir voru og mökum þeirra til kvöldverðar á Galito og ber að þakka fyrir það.

Hins vegar er ekki annað hægt en að harma það að hér á Akranesi hafi ekki verið haldin nein dagskrá eins og undanfarin ár í tilefni sjómannadagsins en undanfarin ár hefur sveitarfélagið staðið fyrir dagskrá undir heitinu Hátíð hafsins en að þessu sinni var ákveðið að standa ekki fyrir dagskrá vegna sparnaðar. 

Bæjaryfirvöld flögguðu ekki einu sinni íslenska fánanum í tilefni dagsins, sem er móðgun við alla íslenska sjómenn.

Einnig má spyrja af hverju Faxaflóahafnir halda afar veglega dagskrá í Reykjavík en ekki á Akranesi?  Erum við Akurnesingar ekki hluti af Faxaflóahöfnum? 

Verkalýðsfélag Akraness óskar áðurnefndum aðilum innilega til hamingju með heiðrunina.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image